Einn ég ligg og læt mig fljóta í róandi rökkrinu. Kúri og móki; nú er máninn falinn og fegurð að ofan seytlar á tindrandi tjörn; á ljúfum bárum hennar eg læt mig líða, nú er ei lengi eftir svefninum að bíða. En heyr! Nú er þögnin horfin og farin á braut; fyrir beljandi vindi’ í duftið hún laut. Hófar frísandi nepjunnar á tindrandi tjörnina dynja. Vatnið, það gárast, og nú ég verst því að tárast, því ég varð þess áskynja, ég sver! Ég sá í það útundan mér. Eitthvað utan þessa heims, dýr úr...