Tré, logn, pollur, mannvera, og ég. Morgun sólin skín. Hún gerði það alla nóttina, varpaði ótrúlega draumkenndum, ljóslifandi og skærum appelsínugulum lit, á alla mína tilveru. Stór eik, og pollur fyrir neðan. Fullnægir þörf verunnar fyrir vatn, kælir nakinn líkamann eftir heitan daginn. Ég geng að henni, sé hana nakta, sama ástand og þegar hún var borin inn í þennan heim. Hvers vegna er hún nakin? Stór eik slútir yfir höfðum okkar, líkt og hún hafi öll heimsins vandamál flækt í greinum...