Kaþólsk hreyfing á Indlandi hvatti í gær kristna Indverja til að svelta sig til bana í mótmælaskyni vegna kvikmyndarinnar Da Vinci lykilsins sem frumsýnd verður á Indlandi og víðar í heiminum í næstu viku. Um hundrað félagar í hreyfingunni kveiktu í nokkrum eintökum af samnefndri skáldsögu eftir Dan Brown á mótmælafundi í Mumbai (Bombay) í gær. “Þetta er kristilegra en að brjóta hluti niður og rífa þá í tætlur,” sagði Joseph Dias, leiðtogi hreyfingarinnar, um þá áskorun hennar að hvetja...