Greindarvísitala er tilraun til þess að mæla gáfur. Hugtakið gáfur getur haft margar mismunandi merkingar, en almennt vísa gáfur til skjótrar hugsunar eða skilnings. Greind er oft ruglað saman við þekkingu, vísdóm, minni eða aðra hæfileika og getur verið túlkuð á marga vegu, eftir því í hvaða samhengi hugtakið er notað. Greindarvísitala vísar þó ætíð til tilraunar til þess að mæla þennan hæfileika hvarð snertir andlegan skilning.