farin, og enginn mannlegur kraftur fær þig endurheimta, kemur aldrei aftur. Sársauki, eins og alda á mér skellur trekk í trekk eins og brim á klöpp fellur; merjandi, blautt og kalt svo ég upp hrekk, úr þönkum um þig. En einnig líkt og hinar augum földu, hátíðni öldur stöðugrar pínu sem sker inn að beini. Ég er með hjarta úr steini, í stað dreyra: sandur og grýti ég árangurslaust frá mér ýti hugsunum um þig, og hvernig allt var en þær leynast allstaðar, læðast mér að baki, reka mig í gegn þú...