Þetta er ritgerð sem ég gerði í ár um Virkjunarmál á Íslandi fyrir þjóðfélagsfræði tíma í tíunda bekk. Inngangur Á Íslandi er mikil tíska sem felst í að byggja álver. Ríkisstjórnin segir að álver skapi atvinnutækifæri og hjálpi hagkerfinu. Já þetta er allt gott og blessað, en við þetta styrkist krónan, fullt af útlendingum koma til Íslands til að vinna og við þurfum að virkja vatnsföll og háhitasvæði til að skaffa nóga orku. Eins og með margt annað þá eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á...