Gamespot er ekki dautt en gamespotting er það. Gamespotting er/var vikulegur þáttur á gamespot þarsem fólkið sem vinnur þar sagði álit sitt á ýmsum hlutum sem voru að gerast í leikjaheiminum. gamespot síðan sjálf heldur áfram einsog ekkert hafi í skorist
Hugsa að málið sé að þú ert ekki með nógu mikið vinnsluminni, leikurinn er þá að nota harða diskinn þinn til að lóda inn alla texturana fyrir leikinn og þá fer leikurin að hökta.
flest nick eru fín nema öll þau sem nota z í stað s til að vera ‘'cool’' og öll sem eru stolin beint úr einhverri bíómynd/leik/bók. dæmi. cyruz,zlave,mr.incredible, gordon freeman.
Oops las ekki þetta með krakkan og piparúðann. Þessi grein hjá þér er augljóslega grín og það er bara cool. Ef hinsvegar þetta reynist vera alvörumál þá ert þú stórfurðuleg mannsekja, kannski búin að spila of marga ofbeldisfulla tölvuleiki ;)
Vá þetta eru líkast til hörðustu viðbrögð við tölvuleik sem ég hef lesið, og með þeim heimskustu. Aðal málið við grand theft auto leikina er frelsi til að gera hvað sem maður vill og já það er hægt að fá sér vændiskonu og það er hægt að drepa þær(ætla ekkert að fara að fara út í það hvort vændi sé nauðgun).Útaf þessu eru grand theft auto leikirnir bannaðir innan 17 ára eða meira hjá öllum eða langflestum þjóðum þar sem leikirnir eru til.og fyrst þeir eru bannaðir þá er það foreldrum að kenna...
Microsoft hætti að framleiða allar gerðir af leikjafjarstýringum fyrir pc tölvur um sama leiti og xbox kom út, þar á meðal force feedback stýrin. ef þig vantar force feedback stýri þá held ég að logitech framleiði þau bestu.
Doom3 og ut2004 ættu í rauninni að geta lifað í sátt og samlyndi þar sem þetta er 2 mjög ólíkir leikir.Doom er singleplay leikur með fjögurra manna multiplay sem bónus á meðan ut2004 er multiplay leikur með smá single play sem bónus.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..