Ég er ekki mikill DVD-maður, enda á ég bara PL2 sem ég nota til að horfa á DVD. En núna rétt áðan þá var ég að leigja mér American Pie 2, og þegar ég skellti henni í tækið þá fór tölvan að byðja mig um eitthvað númer svo ég gæti stillt tölvuna á svæði 8:/ Síðast þegar ég vissi þá var það fyrir flugfélög og skemmtiferðaskip. Veit eitthver hvað er hér í gangi eða eru leigurnar alveg að missa vitið?