Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Custom56
Custom56 Notandi frá fornöld 754 stig
Áhugamál: Bretti, Jaðarsport

Aðalfundur Brettafélags Íslands (6 álit)

í Bretti fyrir 17 árum, 1 mánuði
Þá er loksins komið að því sem allir hafa verið að býða eftir með hlandið í buxunum. Hvað: Aðalfundur Brettafélags Íslands Hvenær: Miðvikudaginn 07. nov. kl 20:00 til 21:30 (Byrjum á slaginu) Hvar: Menntaskólinn Við Hamrahlíð Farið verður yfir stöðu mála ásamt því sem ný stjórn verðu kosin. Kosið verður í eftirfarandi embætti: - Formaður: Hefur forsvar fyrir Brettafélagið. Stefnmótandi hlutverk. - Varaformaður: Aðstoðar Formaninn í daglegum rekstri Brettafélagsins - Gjaldkeri: Umsjón með...

First Descent frumsýnd á Íslandi (7 álit)

í Bretti fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Kopí / pest af bigjump.is til að koma þessu á framfæri Hvar: Laugarásbíó, Reykajvík Hvenær: Tvær sýningar. Laugardaginn 1. apríl kl. 18:00 og Sunnudaginn 2. apríl kl 18:00 Hvað: Snjóbretta heimildarmyndin: First Descent. Hér er komin rosaleg heimildamynd um snjóbretti, séð með augum nokkurra af stærstu nöfnunum í snjóbrettaheiminum í gegnum tíðina. Í fyrsta lagi erum við með þrjár gamlar hetjur sem hafa verið viðloðandi sportið frá upphafi, þá Shawn Farmer, Nick Perata og Terje Haakonsen og...

Arnar Freyr Valdimarsson (30 álit)

í Bretti fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Veit að þetta er inn á bigjump.is, en langaði líka að koma þessu á framfæri hér: Hvíl þú í friði kæri félagi. A.K.A: Arnar Snákur, Arnar Slark, Arnar Litli. D.O.B: 10.12.1982 R.I.P: 20.03.2006 Ég vil byrja á því að senda ættingjum, vinum og öllum þeim sem voru það ríkir að hafa þekkt Arnar samúð mína. Flestir sem þekktu Arnar þekktu hann undir hinum og þessum nöfnum eins og Arnar Slark, Arnar Snákur eða Arnar litli. Öll þessi nöfn sem hann Arnar bar eru góður vitnisburður um þann frábæra...

Jibb Keppni Geira Frænda (6 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hendi þessu hér inn til að fá feedback um hvað fólki finnst um þessa keppni/hugmynd mína. Þetta er að sjálfsögðu tekið af bigjump.is eins og allar mínar greinar. Það er heldur betur góðar jibb aðstæður um allt land. Af því tilefni ætlar Geiri Frændi að bjóða brettfólki smá auka hvatningu til þess að fara út í snjóinn og jibba. Ef þú veist ekki hvað jibb er, þá er þetta jibb. Hvað er ég að tala um, ég er að tala um: Jibb Keppni Geira Frænda Hvar: Í raun og veru hvar sem er á Íslandi. Skiptir...

Why Not frumsýnd í Reykjavík (8 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þá er loksins komið að því að islenska brettamyndin Why Not verði frumsýnd í Reykjavík. Brettabíó í Reykjavík Hvenær: Laugardaginn 5. nóvember 2005 kl. 18:00 Hvar: Laugarásbíó, Reykjavík Myndir: - WHY NOT, nýjasta mynd Divine Krúsins frá Akureyri. Eiki, Gulli, Viktor, Halldór og vinir fara hreinlega á kostum í þessari eðal brettamynd sem var tekinn víðs vegar um Evrópu síðasta vetur (2004/2005). Eðal snjóbretta og skeit stunt í bland við nett fíflalæti. - BLACKOUT frá Wildcats. Wildcats...

Aðalfundur Brettafélags Íslands (8 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Tekið af bigjump.is en um að gera að láta sem flesta vita af þessu: Hvenær: Þriðjudaginn 01. nóvember 2005, kl. 20:00 til svona ca. 22:00. Hvar: Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð Hvað: - Bókhald síðasta veturs 2004/2005 lagt fram - Farið yfir það sem var gert og ekki gert síðasta vetur. Almenn umræða út frá því. - Ný Stjórn Brettafélagsins kosinn. Þau embætti sem eru í boði eru: Formaður, Ritari, Gjaldkeri og Meðstjórnendur. Þeir sem bjóða sig fram í Formann eða Gjaldkera þurfa að...

Tuð, suð og snákar............ (6 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég hefði varla gera orðað þetta betur sjálfur. Þannig að ég ætla ekki að reyna og hendi þessu bara óþýdu kopí/pesi stæl beint inn. Svona bara til að skapa umræðu eða eitthvað. Njótið: “Nobody likes snakes, they are dangerous, they spit, they move quicker than most humans, and they are down right rude. in snowboarding and skateboarding terms, they are the cunt that drops in before you despite it being your ”turn“. we have all been snaked in our time whether it be at the skatepark, the...

Bull og vitleysa í Fréttablaðinu (47 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta er kopí/peist af grein sem ég var að skrifa inn á bigjump.is. Skelli henni líka hér inn í þeirri von að hún skapi kanski skemtilega umræðu. Í Fréttablaðinu, laugardaginn 20 ágúst, á bls. 54 er að finna smá grein sem ber titilinn: “Inni og Úti”. Í greininni nefnir höfundurinn þrjá hluti sem honum/henni finnst vera inni eða úti og færir síðan smá rök fyrir skoðun sinni. Eftifarandi hlutir eru inni eða úti að mati greinarhöfunds fréttablaðsins (taka skal fram að það sem er innan gæsalappa...

Brettabíó: Heimsfrumsýning á Íslandi (4 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þetta er nátúrulega tekið af bigjump.is en ákvað að skella þessu inn hér líka. Jafnvel til að vekja upp einhverju umræðu. Jamm við erum að tala um World Premiere vinurrrr, þeas þesar tvær myndar hafa ekki áður verið sýndar á þessari plánetu. Hvar: Borgarbíó Akureyri, að sjálfsögðu. Hvenær: Föstudaginn 12 ágúst kl: 18:00 Myndir: - WHY NOT, nýjasta mynd Divine Krúsins frá Akureyri. Eiki, Gulli, Viktor, Halldór og vinir fara hreinlega á kostum í þessari eðal brettamynd sem var tekinn víðs vegar...

Pælingar um Brettasvæði á Íslandi (8 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Var að henda þessari frétt inn á bigjump.is, ákvað samt að skella henni hér inn líka í þeirri von ap hún skapi kanski smá umræðu. Mörgum lýst náttúrulega ekki á það hvernig síðustu vetrar hafa þróast og hafa menn verið að horfa til hina ýmsu fjalla og hóla til að reisa lyftur fyrir snjóbretta og skíða áhugafólk. Ég nota orðið brettasvæði því þetta er jú alveg eins brettasvæði eins og skíðasvæði. Það nýjasta nýtt er að menn eru að spá í að reisa lyftur í Tindfjöllum. Veit svo sem ekki á hvaða...

Snjóbrettaferð til Madonna á Ítalíu (19 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Bara svona að skella þessu inn á huga til að athuga hvernig stemmingin er hér inni fyrir þessari ferð. Þá er loksins komið að því að Brettafélagið ætlar að skella sér í smá brettaferð til Evrópu. Það er stuttur fyrirvari á þessu en okkur barst tilboð sem við hreinlega gátum ekki hafnað. Ferðin verður sem sagt farinn 5. til 12 mars 2005 og er stefnan tekinn á Madonna di Campiglio á Ítalíu. Það eru 30-40 sæti í boði í þessa ferð þannig að fyrstir bóka fyrstir fá. Nánari upplýsingar um verð,...

Breytingar á Bigjump.is og annar skítur (2 álit)

í Bretti fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hádí Nú stendur sko mikið til. Við erum að breyta og bæta bigjump.is. Það er ss verið að vinna í því að setja upp nýtt kick ass útlit. Þetta græjast allt saman núna vonandi fyrir 21 jan. Á meðan koma engar fréttir og svoleiðis inn á bigjump. Ég vona að það sé í lagi og trufli ekki neinn of mikið. Ég er samt að vonast til að ný síða verði klár í dag (19 jan), lofa samt engu. Eins og alltaf með nýjar síðar mun það síðan taka einhvern tíma að græja nýju síðuna og gera hana eins perfect og við...

Innanhús Snjóbretta Jibb Session í Smáralind (24 álit)

í Bretti fyrir 20 árum
Í fyrsta skipti á Íslandi tökum við snjóbretta jibbið og færum það innandyra. Þú vilt ekki missa af þessum stóratburð. Hvar: Vetrargarðurinn Smáralind Hvenær: Laugardaginn 18 desember frá kl 20:00 til 22:00 Hvað: Við munum flytja snjó, klaka og annað dót inn í vetrargarðinn. Ætlunin er að byggja eitt “run” og vera með þrjá hluti til að skipta út og jibba á. Þessir hlutir verða: Straight Tvípípu handrið, Box og Eitt stykki station bíl. Hverjir: Færustu brettamenn landsins mæta á svæðið og...

Aðalfundur Brettafélags Íslands (6 álit)

í Bretti fyrir 20 árum, 1 mánuði
- Hvenær: Miðvikudaginn 3. Nóvember kl 19:30 - Hvar: Skrifstofum Allied Domecq, Tunguháls 11, 110 Reykjavík - Dagskrá: Starfsemi síðasta veturs kynnt, Reikningar síðasta veturs lagðir fram, Spurningar og Svör, Ný stjórn Brettafélagsins kosinn. Við ætlum að reyna að bjóða fólki upp á léttar veitingar, hvort sem það verður bara Mountain Dew eða 50 manna köku veisla frá Jóa Fel kemur í ljós. Það gæti líka vel farið svo að við sýnum einhverjar skemmtilegar brettamyndir. Stefnum á að þessi fundur...

Noxious Dreaming á DVD (10 álit)

í Bretti fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þá er loksins loksins loksins komið að því. Noxious Dreaming kom til landsins frá Englandi í gær og í dag föstudaginn 15 október er hún kominn á DVD í eftirfarandi verslanir: - Optical Stúdíó Sól (Oakley Búðin) Smáralind - Brim Laugavegi Myndin dettur svo inn í þessar verslanir við fyrsta tækifæri (Eftir helgi vona ég): - Sportver Glerártorgi Akureyri - Brim Kringlunni Myndin kostar litalr 2000 kr. og rennur allur þá penningur til að styrkja strákana í Team Divine Þeir sem kaupa myndina í...

norskir gaurar (3 álit)

í Bretti fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Var að frétta þetta og langaði að deila þessu með ykkur. Núna þessa dagana og út þessa viku eru staddir hér á fróni nokkrir eða einn eða bara 5 eða eitthvað, alla vega einhverjir norskir gaurar sem voru fengnir hingað til íslands til að vega og meta ástandið á skíðasvæðunum hér sunnanlands og endurskipuleggja þau, veit ekki hvort þeir ætli norður, austur eða bara út og suður, en alla vega gaman væri að frétta ef einhver veit eða hefur einhverjar inside information, hvað þeir sögðu og hvernig...

Prozak sagt besta svarið (18 álit)

í Bretti fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Þetta bara gengur ekki lengur! Snjóbretta myndböndin mín orðin slitin og sömuleiðis blöðin. Ég er á góðri leið með það að sökva í góða þunglyndi, og ef það er einhver þarna úti sem getur reddað mér Lithiumi þá er hin sami vinsamlegast beðin að hringja í 1-800 where is da fucking snow. SKO ég hef verið góður strákur og ég á þetta ekki skilið, mér finnst eins og guðirnir séu að bregðast mér, eftri allar þær fórnir sem ég hef fært þeim. Ég bið ekki um mikið bara smá frost og snjókomu svona nóg...

Kringlan (9 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Langaði bara að deila þessu með ykkur fyrst að þessi könnun um rúllustigan í kringlunni er hér fyrir neðan. Fyrir jól og nánast allt síðasta ár var ég að vinna í kringlunni (segji ekki við hvað, en ég hafði svona dáldið inside information). Ég heyrði að ástæðan fyir því að þessi rúllustigi var tekin var til þess að auka flæðið í Hagkaup og Nýkaup (Baugsmenn settu þennan þrýsting á húsfélagið) og einnig til að auka flæðið í Nanoq (sem ég held að sé í eigu Hagkaups fjölskyldunar, sem á einni...

ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ OPNA!!!!!!!! (51 álit)

í Bretti fyrir 24 árum
Sorrí bara að plata, en ég vildi svo sannarlega óska þess að svo væri. Það sem kemur hér á eftir er tóm tjara þannig að þeir/þær sem vilja spara tíma eru vinsamlegast beðinn að taka leigubíl. Ég var að pæla, hvernig væri að fólk sem býr hér og þar um landið td á Ísafirði, Norfirði, Ólafsfirði, Akureyri osfrv… bara hvar sem hægt er að finna snjó kæmi með svona reglulega pistla um snjóaástandið þar. Það yrði skipaður svona sérstakur vefstjóri fyrir hvert hérað sem kæmi með pistla um ástandið...

Fastur (3 álit)

í Ljóð fyrir 24 árum, 1 mánuði
Einhvern tíman fyrir langa löngu sendi ég þetta ljóð inn á Rómantík, á máské betur heima hér. Ég er fastur inn í ást sem ég sleppti en sem vill ekki sleppa mér Ást sem ég ræktaði en kastaði svo burt Ást sem fann hamingju sína á ný en varð eftir sem tár Hefði ástin orðið hamingjusöm hefði henni ekki verið sleppt Hvernig að lifa með svona stórt tár Sé ekki lengur sólina, sjálfan mig, né þann sem ég var eða mun vera fyrir þessu tári Ég ræktaði ást en rækta nú tár Tár sem er að drekkja mér.

Bindingar og aðrar pælingar (32 álit)

í Bretti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég var að pæla og ákvað að troða þessum pælingum upp á ykkur og spyrja nokkrar spurningar í leiðinni. Snjóbretta íþróttin er tiltöllega ung grein og hefur þróast alveg ótrúlega hratt síðustu tíu árin. Ég meina fyrstu gaurarnir sem voru á bretti í kringum 70 og eitthvað voru bara einhverjir útúrreyktir sk8tarar og surfdúdarar sem ákváðu að negla airwalk skóna sína við brettin sín og halda upp í fjall (þeir lengi lifi húrra húrra húrra), og hei prestó fyrsta snjóbrettið varð til. Brettin hafa...

Foreldrar sem særa börnin sín (19 álit)

í Börnin okkar fyrir 24 árum, 1 mánuði
Ég rakst á þessa grein á visir.is (sorrí svona copy paste dæmi hjá mér). Varð bara svo reiður þegar ég las þetta og langaði að deila þessu með ykkur. Nýleg bresk könnun sýnir að 1 af hverjum 14 börnum verða fyrir líkamlegu ofbeldi og í flestum tilvikum frá hendi foreldra. Þá kemur fram að 1 af hverjum 100 börnum hefur sætt kynferðislegu ofbeldi frá foreldri. Könnunin sem gerð var opinber fyrir helgi sýnir að ofbeldi gegn börnum í Bretlandi er mjög algengt en um 3000 manns á aldrinum 18 til...

Skálafell. (18 álit)

í Bretti fyrir 24 árum, 1 mánuði
í allri þessu umræðu um að það væri búið að opna á Dalvík og að Hlíðarfjall færi að opna, varð ég geðveikur. Á fimmtudeginum brunaði ég út á næsta dekkjaverkstæði og skellti nöglum undir bílinn, var búin að redda driver og alles og gistingu. En allt í einu uppgötaði ég vinnan maður vinnan, ég er þræll í þessu þjóðfélagi eins og allir íslendingar, negldur við skuldirnar, bíð bara eftir að byltingin komi (hasta la victoria siempre). Anywayzzzzzz sleppið að lesa þetta að ofan. á...

Ríku dúdanir í Bretta heiminum (49 álit)

í Bretti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Snjóbretta íþróttin malar kanski ekki gull eins og golf og formúlan. En það eru nokkrir útvaldir þarna úti sem tekst að gera þessa íþrótt að góðri tekjulind. Hér eru 5 gaurar sem hafa grætt hvað mest á rennslinu, 1. Terje Haakonsen 2. Jeff Brushie 3. Jim Rippey 4. Mike Michalchuck 5. Daniel Franck Peningarnir skipta að vísu ekki öllu máli, væri samt alveg tilbúin að hafa snjóbretti sem atvinnu og lifa happily ever after. PS: veðurguðurnir hafa sameinast kröftum með snjóguðunum og spáin lofar...

Út um jólin ? (26 álit)

í Bretti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Salut mes amies, Þessa stundina er ég staddur í landi froskana, La France. Sem er svo sem ekkert merkilegt, er ekki einu sinni að renna mér. Anywayzzz, mér hefur verið sagt að það sé búið að opna nokkra staði hérna suðurfrá, td Val Thorens (www.valthorens.com). Einnig rakst ég á auglýsingu um einhverja geðveika snjóbretta viku þar 16 des til 23 des. Franska snjóbretta sambandið með boðsmót og einnig mót fyrir amatora, keppt í öllu þessu hefðbundna, öll helstu fyrirtækin að sýna 2000/2001...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok