Tja, held það sé engin skóli hér á íslandi sem kennir almennilega vefhönnun, margmiðlunarskólinn kemur næst því. Það eru margir skólar sem kenna áfanga í HTML, en ég ráðlegg engan af þeim, þar sem þeir kenna þér ekki neitt á alvöru (real-life) vefhönnun. Sumir kenna þér bara á Dreamweaver, aðrir útskýra aðeins fyrir þér html kóðan á bakvið, og fæstir fara eitthvað lengra í CSS en algeran grunn. Best er að læra þetta með forvitni og sjálfs-menntun í gegnum netið, til að fá sem hreinasta grunn...