Síamslæðan mín er komin til ára sinna…enda orðin circa 13ára. Hún er heilsuhraust, fer út í öllum veðrum og í árlegri skoðun, kattafárssprautu og ormapillu hjá dýralækni fær hún alltaf 100% heilsustimpil. Hins vegar er hún síælandi, sérstaklega eftir að hafa borðað þurrmat en síður þegar hún borðar kattamat úr dós. Þetta hefur aukist með tímanum og nú ælir hún oft í viku - útum allt! Mér er alveg sama um að þrífa þetta, en er hræddur um að kisan missi þyngd, styrkur hennar minnki og heilsan...