Ég ætla að skrifa nokkur orð um hið ágæta band Crisp í tilefni af væntanlegri plötu þeirra. Hljómsveitin Crisp var stofnuð af þremur bandarískum skólafélögum árið 1986 en gekk þá undir nafninu Revelations til að leika á skólaballi í Princeton skólanum. Stofnendur hennar voru þeir Phil Owens (gítar), Grayham Sobert (söngur) og James Edwin Smith (hljómborð). Upphaflega voru hljómsveitarmeðlimir nokkuð á reiki og ári síðar var James hættur og í stað þess genginn til liðs við sveitina...