Í fyrsta lagi, eins og ég býst við að fleiri séu búnir að benda þér á, þá eru Ísraelar og Palestínumenn komnir af sama meiði og því óhæfa að tala um kynþáttahatur í þeim efnum. Í öðru lagi virðist þú, eins og svo margir aðrir, hafa fallið í þá gryfju að halda að fréttaflutningur hér á landi sé eitthvað til að byggja á. Það hefur verið sagt og sannað að um þessi mál, sem og önnur, fáum við einungis takmarkaðar fréttir og greinilegt er að þeir sem þar um ráða vita alveg hvað þeir eru að gera....