Í fyrsta lagi er sá grundvallarmunur á kommúnisma og kapítalisma að í kapítalisma er litið svo á að til að samfélaginu vegni vel eigi ríkið að draga sig til hliðar og leyfa einstaklingum á markaði að sjá um framleiðslu á lífsins nauðsynjum. Í kommúnisma er það á könnu ríkisins að sjá um framleiðslu, allt frá matvælum til nærfata. Þar sem slíkt efnahagskerfi, þar sem alger miðstýring á framleiðslu á sér stað, getur aldrei staðist til langs tíma litið verður ríkið að hafa algert vald yfir...