Sælt veri fólkið. Ég er búin að reyna að kenna sjálfri mér á gítar síðustu 3 mánuðina. Það hefur gengið svona ágætlega en mér finnst eins og ég sé allt í einu stopp. Kann þessi basic G,C,A,E,D,F og einhver fleiri grip. Það sem ég geri er að leita að tutorials á youtube, en allt sem ég finn er lang oftast mjög einfaldað fyrir byrjendur, þannig að allt í lagi, ég læri nokkur lög þannig. En ég bara vil ekki alltaf vera í léttu lögunum, þau eru farin að hljóma öll eins þar sem flest lögin nota...