Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Corgan
Corgan Notandi síðan fyrir 21 árum, 1 mánuði 104 stig
If at first you don't succeed, then skydiving is definitely not for you.

Kæru börn - hvað þýðir (8 álit)

í Tilveran fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Lítið djúpt inn í huga ykkar, inn í hjarta, áður en þið skrifið “xd” til að lýsa einhverju fyndnu. Hvað þýðir það sem þú ert að skrifa, hvaða tákna orðin sem þú skrifar, hvers konar broskall er ég að reyna að ná fram? Til að gera langa sögu stutta þýðir “xd” nákvæmlega ekki neitt. Þú getur skoðað öll sjónarhorn, allar pælingar og þú færð ekkert úr þessu merki. Það sem þú átt að skrifa er XD. Skoðaðu þetta a hlið snöggvast. Já þarna sérðu það! Þetta er kall með lokuð augun að hlæja. Svo...

Pólitískt hlutleysi hjá b2.is? (7 álit)

í Deiglan fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Er það ég eða er b2.is orðið að einhvers konar málsgagni Stuttbuxnasveitar Sjálfstæðisflokksins. Ég rakst á einn link hér: http://b2.is/?sida=tengill&id=335533 Sem fjallar um Egil Helgason og regluverk á RÚV. Flestir sem lesa b2.is er ungmenni sem hafa örugglega enga skoðun á þessum málum. Ætli þau séu sjokkeruð yfir þessum fréttum? Hérna er annað: http://b2.is/?sida=tengill&id=335544 Eru margir lesendur b2.is mikið í innanflokksdeilum Ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins? Leyfið mér að...

Hvað er verst? (0 álit)

í Deiglan fyrir 15 árum

Hvor? (0 álit)

í Sorp fyrir 15 árum, 7 mánuðum

Kaupa/selja miða til Eyja? (0 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 16 árum, 4 mánuðum
http://lastminuteeyjar.bloggar.is/

Hinsegin kreppa (35 álit)

í Heimspeki fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Allir líta einhvern tímann í kringum sig, horfa á líf annarra og hugsa; “svona ætla ég ekki að verða”. Níu til fimm vinna, sækja krakkana, búa til mat, horfa á sjónvarp, fara að sofa. Um helgar er það að dinner með vinum að tala um matargerð, fótbolta eða erfiðin við það að eiga kött. Rebellið í þér vill ekki þetta líf. Rebellið vill gera eitthvað sem skiptir máli. Vill læra, vinna við, kynnast fólki og gera það sem skiptir máli. En svo hverfur rebellið, metnaðurinn og allt tilheyrandi. Öll...

Hvað fær þig til að fá klígju? (46 álit)

í Sorp fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég fékk eitt sinn alltaf klígjur eða hroll þegar ég heyrði þegar það var verið að sópa gangstétt. Einnig þegar ég ímynda mér einhvern vera að bíta í ullarpeysu. Ein stelpa sem ég þekki fékk alltaf klígju þegar hún ímyndaði sér títuprjón stingast í gegnum hárteygju. Hvað fær ykkur til að klígjast?

Ný borgarstjórn - of mikið lýðræði? (4 álit)

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Enn á ný er komin ný borgarstjórn í þessari blessaðari borg minni. Svo virðist sem borgarfulltrúar geta ekki hnerrað án þess að einhver úr meðstjórnandi flokkum myndar nýjann meirihluta. Fyndið hvað menn í flokkunum Framsókn og Frjálslyndum sem fá minnst fylgi geta samt sem áður haft svo mikil áhrif. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu fyrst meirihluta og gerðu áætlanir og markmið miðað við að þeir yrðu í stjórn fram að kosningum. Smá klúður kemur í ljós og ný stjórn myndast. Síðan gerist...

Leyndarmálið um tilviljanir (18 álit)

í Vísindi fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég hef satt best að segja aldrei trúað á tilviljanir þó ég hef ekki alltaf gert mér grein fyrir því. Ef maður pælir hversu margar “tilviljanir” gerast á hverjum degi finnst mér ólíklegt að þetta gerist einfaldlega vegna þess að það gerist. Þeir sem hafa séð byrjunina á myndinni Magnolia vita kannski hvað ég meina. Ég kláraði bókina The Secret fyrir stuttu. Í henni kemur fram að allt það góða og slæma kemur fyrir mann gerist vegna sinna eigin hugsanna. Þessi bók er mjög bandarísk, soldið gay...

Af hverju! (ekki afhverju) (25 álit)

í Tungumál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Margir flaska á þessu og gerði ég það lengi vel. Ég hugsa um það þannig að ef ég segði “af hvaða hlut” myndi ég að sjálfsögðu skrifa “af hverju” en ekki afhverju. Hins vegar eru sumir rithöfundar á borð við Hallgrím Helgason sem skrifa þetta í einu orði. Hitt sem er samt rétt skv. stafsetningarreglum. Vildi bara skjóta þessu inn.

300 (154 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Svo virðist sem í hvert einasta skipti sem einhver stórmynd kemur út þá skrifar einhver gagnrýni á huga sem lofar myndina í alla staði nema kannski að ljósin voru ekki nógu góð og gefur aðilinn myndina 4 1/2 stjörnu af 5 í staðinn fyrir hreinar 5. Málið er samt að flestar þessar myndir eru klisjukenndar og yfirborðslegar gerðar aðeins í þeim tilgangi að vera “flottar” og “fyndnar”. Gæði söguþráðsins, samtalanna og að hafa einhverja hugsun bakvið myndina virðast aldrei vera í forgangi. Ég fór...

Varla leshæft.. (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Vandamálið við söguna sem við lesum er að allt sem þú gerir hefur einhver gert áður stefnunnar styttast er hringirnir minnka þangað til að ljósið sýnir Vandamálið

Úr Bustah Rhymes texta (4 álit)

í Heimspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég var að hugsa um eitt lag með Bustah Rhymes í dag þar sem hann segir “If I can´t be part of the greatest, I got to be the greatest myself”. Ég fór að hugsa t.d. hvort það sé í raun betra að vera hluti af einhverri heild sem vegnar vel og það fer kannski lítið fyrir manni eða þá hluti af heild þar sem maður stendur upp úr. Vill maður vera á bekknum í úrvalsdeildarliði eða fyrirliði í fyrstu deild? Sýnir það lítinn metnað ef maður fer í “slakari” skóla en námshæfileikar manns ráða við ef...

*smell* (5 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 12 mánuðum
*Klikk* Ég opna augun. Fokk hvað er klukkan. 1.03. Jæja halda áfram með Hannes. Alltof þreyttur. Magic og bounty kippir því í lag. Labba út í snjóinn, stytti mér leið *klikk* ljósið kviknar alltaf þegar ég labba framhjá. Pitsukassar fyrir spúkí gluggann sem ekkert sést inn í. *Klikk* Ég kippist við og lít upp. Einhver læti við innganginn. Fullur gaur með hundinn sinn með dólgslæti og tveir aðrir aðsegja honum að drulla sér. Um að gera að djamma á þriðjudagskvöldi. Leðurklæddi gaurinn lítur...

Guð smjuð (139 álit)

í Heimspeki fyrir 17 árum, 12 mánuðum
Vonandi er fólk ekki komið með leið á þessu umræðuefni en þetta er eitthvað sem ég verð bara að tjá mig um. Þessi Guð sem biblían talar um getur einfaldlega ekki verið til og er margt af því sem stendur um hann í biblíunni er bara ómögulegt að standast. Til dæmis á hann að vera almáttugur. Þetta getur einfaldlega ekkki staðist út af þeirri mikið notuðu pælingu; “can God microwave a sandwhich so hot, that he himself can not eat it” eins og Homer sagði einhvern tímann í Simpsons þáttunum....

Skoðun (14 álit)

í Heimspeki fyrir 18 árum, 5 mánuðum
“Ef maður hefur skoðun á einhverju en það er rangt. Má banna manni að hafa þessa skoðun þar sem hún er röng?” Þetta var spurningin í skoðanakönnuninni meðan þetta var skrifað og ég fór bara að velta fyrir mér, er í rauninni til röng skoðun? Skv. einni skilgreiningu er skoðun, álit einhvers á einhverju án þess að hafa sönnun fyrir því að það getur staðist. Þess vegna má í raun segja að um leið og það er hægt að afsanna eitthvað á alla vegu sem hefur sagt eða finnst um eitthvað, þá er það í...

Sá er snillingur sem veit hvaða lag þetta er (4 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég var í smáralindinni um daginn og heyrði eitt lag í Top Man minnir mig sem ég er búinn að vera með á heilanum síðan en ég veit ekki hvað það heitir og með hverjum það er. Það eina sem ég veit um það að þetta er textalaust chillað eiginlega techno lag sem var gefið út ca. 2002. Ég veit það út af þvi að ég man eftir myndbandinu við þessu lagi en í því eru gaurar að leika egg í eggjastokki í konu. Þeir eru allir svona slímugir og taka svona hettu af sér þegar þeir detta inn pleisið. Ég hélt...

Nokkuð góður (1 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 1 mánuði
Drengur einn átti pabba sem var mjög harður og oft leiðinlegur við hann. Þegar pabbinn keypti nýjan bíl spurði drengurinn hvort hann mætti fá hann lánaðan. Pabbinn sagði: Son, do you have a penis so large it can reach your own asshole? Nei sagði hann og sagði pabbinn: Then you are not worthy of driving my car. Þegar sonurinn varð atvinnulaus spurði hann hvort hann mætti ekki vinna hjá pabba sínum. Spurði þá pabbinn: Son, do you have penis so large it can reach your own asshole?. Nei sagði...

Hef punch-línuna bara á ensku (2 álit)

í Húmor fyrir 19 árum, 1 mánuði
Í einu fyrirtæki þurfti yfirmaður einn að reka einn starfsmann úr hans deild. Hann ákvað þá að það voru tveir starfsmenn sem komu til að greina, Debrah og Jack. Þá gerðist það að Debrah staulaðist inn á skrifstofuna, mjög þunn eftir að hafa orðið mjög full kvöldið áður og fór inn í matarstofuna að leita að verkjalyfjum. Yfirmaðurinn kom að henni og sagði, I´m sorry but I´ll have to lay you or Jack off. Debrah: Could you jack off I feel like shit right now. Síðan næst ætla ég að segja mjög...

One flew over the cuckoo's nest (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þessa mynd sá ég í gær og verð ég að segja að mér fannst hún bara góð og ég mæli með henni. Myndin er frá 1975 og er Jack Nicholson í aðalhlutverki. Myndin snýst eiginlega í kringum mann sem fer inn á geðveikrarheimili en er í raun ekki geðveikur. Þegar myndin var búinn fannst mér eitthvað stórt vanta og var einhver miklu dýpri merking sem lá bak við hana. Getur einhver sagt mér hvað hún er? Er þessi mynd alegóría(eða hvernig sem það er skrifað)?

Hvað er að gerast með fótboltann? (12 álit)

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nú á dögunum var Jose Mourinho settur í leikbann fyrir einhverjar ásakanir um Anders Frisk (sem þurfti að lokum að hætta starfi sínu). Hversu oft er það búið að gerast að þessi maður kennir dómara um ef liði hans gengur illa? Af hverju er ekki bara hægt að spila sinn fótbolta og ef dómarinn stendur sig illa þá stendur hann bara sig illa, rétt eins og allir fótboltamenn gera. Það kemur náttúrulega aldrei til greina hjá honum að það var kanski bara hitt liðið sem var að standa sig betur. Og...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok