Mér var að bjóðast sjálfskiptur 4 dyra Opel Vectra 1.6 árgerð 1998 (keyrður 90.000) og vantar því ráð frá ykkur fróðu menn en ég er algjör sauður í þessum málum sjálfur. Hver hefur reynslan af þessum bíl verið, ekki síst varðandi rekstrarkostnað og bilanir? Hvað mynduð þið láta fyrir gott eintak af þessari gerð, kominn á götuna í okt´97? Rúntur á Vectrunni í vinning ;-)