Hæhæ, hafið þið einhver tips um það hvernig má skapa þægilegt andrúmsloft. Ég er kannski ekki beint í rómantískum hugleiðingum, en ég er að pæla að ef ég býð vinum og vinkonum yfir í góða kvöldstund, þá langar mig að íbúðin lykti þægilega. Lykt sem gefur róandi andrúmsloft. Ég held að reykelsi og ilmkerti séu ekki rétta málið, langar í eitthvað mildara og betra, eitthvað sem varir líka. Öll tips velkomin ;)