Einusinni fannst mér hræðilegt að missa úr æfingu og gat ekki hugsað mér þá að taka einhverja pásu. Núna hef ég séð, þegar ég neyðist til að draga úr æfingum vegna prófálags eða ferðalaga, að ca. vikupása getur stundum gert manni ótrúlega gott og ég hef oft komið sterkari og stærri til baka. Þarf ekkert að vera hræddur um að rýrna óhóflega. Samt held ég að ef pásan fer eitthvað mikið yfir 1 viku að þá gæti maður verið að fara yfir strikið, allavega fæ ég þá massívar harðsperrur ef pásan er svo löng.