Vatnsmelónur eru ávextir vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en þær eru af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar. Vatnsmelónur eru upprunar í sunnanverðri Afríku, nánar tiltekið í Suður-Afríku, Namibíu, Botsvana, Zimbabwe, Mósambík og Sambíu. Í Afríku hafa menn nýtt sér safaríkar vatnsmelónur í þúsundir ára enda gómsætar og innihalda, eins og nafnið gefur...