Ég er ástfangin, og það mikið meira en upp fyrir haus. Ég sé ekki sólina fyrir honum. Ég elska hann. Ástina, þessa sömu og ég ber og finn fyrir til hans fæ ég ekki endurgoldna. Ég er átján ára gömul og hef verið í einu sambandi áður, það endaði illa og skrifaði ég eitt sinn grein um það hérna. Þegar því sambandi lauk var ég búin að kynnast þessum tiltekna strák, hann vildi allt fyrir mig og alla gera, svo hjálpsamur og góður. Við vorum góðir vinir og töluðum mikið saman. Samskiptin duttu þó...