Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Útrás Eve

í Eve og Dust fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég er ógeðslega stoltur af CCP fyrir að vera færa út kvíarnar. Þetta er ekkert nema gott fyrir Ísland og CCP. Ég vona svo sannarlega að þessi útvíkkun eigi eftir að fá fleiri í leikinn og vonandi verður Eve langstærsti MMORPG leikur sem sögur fara af.

Re: Vespa!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það eru engin rök? Þú verður að koma með dæmi og segja afhverju vespa sé hentugra en hjól. Það eru engin rök að segja bara ‘Ég er betri en þú’.

Re: Vespa!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Núnú, á Íslandi þá? og á höfuðborgarsvæðinu? Ég get vel trúað því að það sé hægt að nota þær á höfuðborgarsvæðinu allan ársins hring en þó…. En svaraðu samt einu fyrir mér þar sem ég veit að þú ert góðu viti borinn ^^ Hvort finnst þér praktískara að nota vespu eða hjól á Íslandi? - Þá vil ég að þú takir inn kostnað á hjólinu/vespunni, viðhaldskostnað, bensín og aukahluti og etc…

Re: Vespa!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þú segir að það sem ég sagði sé vanhugsað en samt kom ég með margar góðar og gildar ástæður? Hver þykist þú vera að segja mér að það sem ég sagði hafi verið vanhugsað? - Ef þú ætlar að fara þessa leið í samræðum þá er lágmark að koma með góðar og gildar ástæður fyrir þinni röksemd. Ekki eitthvað barnalegt svar.

Re: Vespa!!!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Tilgangslaust að fá sér vespu. Safna bara fyrir bílpróf og safna fyrir almennilegum bíl. - Getur alveg hjólað í staðin fyrir að kaupa vespu og það er mun ódýrara. Það er fínt að fá sér vespu í asíu, jafnvel ameríku en hérna á íslandi er það hreint útsagt tilgangslaust þarsem þú getur eiginlega bara notað hana á sumrin. - Þú getur notað hjól allan ársins hring. Svo taka hjól ekki bensín og þú veist hvað bensínið er dýrt. Closure: VESPA ER TILGANGSLAUS Á ÍSLANDI.

Re: Istorrent

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
KJÁNI ^^

Re: gaah!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
lol.. ;) Foreldrar eru svona. Þeir vilja halda í hefðir afþví foreldrar sínir gerðu það og foreldrar þeirra. Ég er viss um að foreldrar þínir sögðu það sama þegar þeir voru á þínum aldri.

Re: Afmæli =D

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég er alls ekki að dæma þig.. Hvar sagði ég það? Ég var að taka þetta sem dæmi. Alveg ágætt að skilja það sem maður er að lesa. Það er ekki það sama að lesa og að skilja það sem maður er að lesa ;p

Re: HM Getraunakeppni, Önnur Umferð

í Stórmót fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Sniðugt..! Ég verð að viðurkenna að ég hló þegar ég sá að KERSLAKE spáir frakkland í fyrsta sæti.. hoho.

Re: Afmæli =D

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Það er nú enginn galli að kunna ekki afmælissönginn.. Fólk þarf bara að leggja það á sig að muna hluti svo að það líti ekki út einsog fífl. Sem dæmi má nefna þá er ætlast til að fólk kunni kennitölu sína strax… Ef þú kannt hana ekki þá segir það margt um persónuleika þinn.

Re: Svefnleysi

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þá áttu ekki að fara í tölvuna. Lestu, farðu jafnvel út í göngutúr eða reyndu á þig (armbeygur, skokka etc.)

Re: Afmæli =D

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ertu 15 ára og þú kannt ekki afmælissönginn…? - og ég hélt að ég hafði séð það allt.

Re: Upphaf álfa

í Tolkien fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Frekar stutt grein og ekki nógu ítarleg. En þó þá eru einhver aðalatriði þarna svo þetta var ágæt upprifjun :)

Re: 17 júní

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Bíladagar á ak voru massívir ^^

Re: MDF fælar

í Hugi fyrir 18 árum, 5 mánuðum
http://filext.com/detaillist.php?extdetail=MDF Þú notar Alchohol eða daemon tools til að opna þetta. Notaðu google svo í framtíðinni.

Re: Gjörsamlega Búinn Að Fá Nóg Af Vinnuskóla Reykjavíkur!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hann hefur rétt á að kvarta já en ekki að bölva yfirstjórnandan í sand og ösku. Að kvarta þýðir ekki að rífa kjaft og vera með stæla.

Re: Gjörsamlega Búinn Að Fá Nóg Af Vinnuskóla Reykjavíkur!

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Hver helduru að þú sért? - Þetta er vinnuskóli og þú ferð þangað til að vinna. Þú ræður engu eða neinu. þú átt að hlýða, gera það sem þér er sagt og klára verkið. Tilhvers varstu að fara þangað til að byrja með? Helduru að þú sért í einhverjum lúxus? Þetta er vinna fyrir börn… Þú ert að læra að vinna og þú tekur reynsluna með þér í allar aðrar vinnur sem þú hugsanlega gætir unnið.

Re: Hvaða ofnæmislyf notiði?

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Er í MA. En hvernig vissiru að þetta var ég? :o og hvað er VÍ ?

Re: Hawaii

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
ah ég hélt það eftir að ég sendi inn spurninguna.

Re: Hawaii

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
'I can type with my ..?' hvað er rest? ;o

Re: Hvaða ofnæmislyf notiði?

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Mjög svo.

Re: Hvaða ofnæmislyf notiði?

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Síðast þegar þú sást mig? D; og hvenær var það?

Re: Hvaða ofnæmislyf notiði?

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég get fullvissað þig um að ég er hvorki lítill né aumingjalegur en samt hef ég ofnæmi fyrir frjókornum.

Re: Systir mín

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Greinarhöfundur hefur sagt að hún hefur prófað að svara fyrir sig og vera leiðinleg á móti og það hefur ekki uppskorið neitt. Gerandinn varð bara grimmari fyrir vikið. Þó svo að gerandinn hættir eftir að honum hefur verið sýnd mótspyrna þá kraumar ennþá reiðin og grimmdin niðri fyrir og þá er bara tímaspurnsmál hvenær sú reiði blossar upp. Þetta er allt spurning um þroska og virðingu.

Re: Systir mín

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Satt. Ég á yngri bróður, aðeins u.þ.b. 2 árum yngri og ég viðurkenni að það hefur ekki komist hjá smá slagsmálum í einsökum tilvikum. En það á að vera hægt að leysa öll ágreiningsmál bara með því að tala saman.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok