Lyftingadeild Ármanns er að fara af stað með byrjendanámskeið í Ólympískum Lyftingum. Þjálfari er hinn nafntogaði lyftingamaður og Ólympíufari, Guðmundur Sigurðsson. Ólympískar Lyftingar er íþróttagrein sem er samblanda styrks, snerpu, tækni og liðleika. Ólympískar Lyftingar samanstanda af tveimur keppnisgreinum, Snörun og Jafnhending. Í Snörun er þyngd lyft yfir höfuð í einum áfanga og staðið upp með þyngdina, notast er við vítt grip á stöng. Í Jafnhendingu er þyngd lyft yfir höfuð í...