Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Cedric
Cedric Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
194 stig
——————————

Myndir sem þú elskar eða hatar: Bad boy bubby

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ein sem mér dettur strax í hug er ástralska myndin Bad Boy Bubby. Ég fór á hana í bíó og fannst hún alveg yndisleg, á meðan nokkrir kunningjar mínir fannst hún svo ógeðsleg og fáránleg að þeir gengu útaf henni í hléi (ég sagði nú líka viððá að þeir gætu ekki dæmt myndina fyrst þeir gerðu það). Ástæðan í þessu tilviki hefur ábyggilega verið eitt innilegt atriði með Bubby og mömmu hans í byrjun myndarinnar.. síðan er andinn í myndinni bara þannig að annaðhvort elskarðu hana eða hatar. Og ég er...

Re: Cover lög

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það er satt hjá þér, þetta er ekki mjög þekkt lag með DD. Ég hafði aldrei heyrt þetta lag fyrren ég heyrði Deftones útgáfuna.. síðan varð ég mér útum upprunalegu útgáfuna, og hún er auðvitað yndisleg líka. Þú varst að vísu að skjóta á söngvara sem covera Queen og þykjast vera Freddie Mercury.. finnst þér ekki Chino Moreno söngvari Deftones vera svolítið líkur Simon le Bon í þessu lagi?

Eins og í bæn...

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Gadem! Ég var að fá þvílíku hugljómunina.. steingleymdi einu besta coverlagi sem íslenskur listamaður hefur gert: Like a Prayer eftir Madonnu í flutningi einsmannshljómsveitarinnar Olympiu (fyrir hina fáfróðu þá uppljóstrast það hér með að þessi eini maður er Sigurjón Kjartansson). Talandi um að taka lagið eftir sínu eigin höfði. Schnilld. Ég keypti mér þennan disk á 200 kall á einhverri útsölunni og sjé sko ekki eftir því. Hefur einhver annar heyrt þetta?

Re: Smá skot á alráðinn

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Árinni kennir illur róunarmaður… tíhí.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: skoðunarkönnum um gladiator...

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Sammála… ég get ekki valið neinn af þessum möguleikum heldur. Síðan finnst mér líka svolítið pirrandi þegar fólk notar möguleika eins og “fín”, “góð” og “ágæt” saman.. ágætt á víst að vera betra en gott (skv. einhverri óendanlega gamalli málhefð sem enginn fer eftir) en flestir meina þveröfugt.. Eins og þú segir, sennilega skást að hafa stjörnur, og kannski smá lýsingu með.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Cover lög

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Cover-lög geta verið mjög skemmtileg, og þá sérstaklega eins og þú segir ef þeir sem útsetja lög annarra túlka lagið á sinn einstaka hátt en ekki bara herma eftir frummyndinni (því þá er nú tilgangurinn með að taka cover-lag yfir höfuð orðinn frekar lítill verð ég að segja). Ég hef ekki heyrt mikið af þessum lögum sem þú nefndir nema þá Pumpkins lögin (og náttúrulega Hendrix, erfitt að komast hjá því). Þau hef ég reyndar ekki heyrt í upprunalegu útgáfunum. Mér finnst Soul Power reyndar...

Re: Vísindaskáldsagnamyndir

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég sá nú sjónvarpsþættina fyrir óendanlega mörgum árum síðan (ýki kannski aðeins þarna) og mig minnir að þeir hafi bara verið nokkuð skemmtilegir.. þetta er náttúrulega ódýr sjónvarpsframleiðsla þannig að tæknibrellur og þvílíkt var svoldið ostalegt (cheesy) en andi bókanna minnir mig að hafi komist vel til skila. Eitt af því sem Douglas Adams var með í bígerð þegar hann dó var einmitt Hitchhiker's Guide bíómynd. Ég var að vísu að lesa formálann að bókinni sem ég á, sem er skrifaður 1985 eða...

Re: Korn og Adidas

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
p.s. Veistu um einhverja góða og metnaðarfulla unofficial Korn síðu.. official síðan sökkar.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Korkar?

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég er svosem sammála um það að það mætti hafa fleiri korka (en ekki þó of marga), en það er svosem ekki til nein ein rétt leið að skipta þeim. Reyna samt að skipta því þannig að allir korkarnir verði jafn virkir. Smá hugmyndir að flokkum: Rokk 1950-1980 Rokk eftir 1980 Hljómsveitir Almennt (auðvitað ;=) ) Ábyggilega fínt líka að skipta því í íslenskt og erlent.. mAlkAv bættu bara við einhverjum korkum og síðan sjáum við bara til hvernig það gengur…<br><br>—————————— - <a...

Re: Korn og Adidas

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hmm þetta var nú ítarlegt… þakka. Ég var alveg búinn að gleyma þessu með Queen of the damned.. þó ég sé skeptískur á myndina þá ætti tónlistin að rokka feitt. Það er rétt munað hjá þér, í myndinni er Lestat söngvarinn í vinsælustu rokkhljómsveit heimsins (sem heitir einmitt The Vampire Lestat). Þetta með Reading, það er búið að tilkynna svo mörg stór nöfn á hana að ég efast um að þeir fari að bæta Korn við. En það er aldrei að vita.<br><br>—————————— - <a...

Re: Allt er vænt sem vel er grænt (duh)

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mér dettur svosem engin í hug önnur en kannski þá Weezer. Þessi diskur er mjög góður þó hann sé ekki sá besti sem þeir hafi gert.

Re: Vísindaskáldsagnamyndir

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“Svo má alls ekki gleyma War Of The Worlds( sem á víst að endurgera bráðlega:)” Ég hef nú ekki séð gömlu Innrásin frá Mars myndina (ég sá reyndar einhverja War of the worlds mynd á RÚV þegar ég var lítill og hún gerði mig skíthræddan), en það er svosem gott mál að það eigi að farað endurgera hana. Það er smá hængur á málinu, það er einver no-name leikstjóri sem er að gera hana sem hefur víst bara gert örgustu D-myndir áður, og budgetið leyfir ekkert nema einhverja no-name leikara (sem þarf...

Re: Limp Bizkit - Góð hljómsveit

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“Limp Bizkit semur einstaka lög en flest er því miður samið fyrir þá..” Hvernig færðu þetta út? Hefurðu lesið þetta einhvursstaðar?

Re: Limp Bizkit - Góð hljómsveit

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“og eru í raun bara fávitar eins og þú… ” Greinilegt að “ég ætla” kubburinn hefur haft tilætluð áhrif.

Re: Nirvana - stærsta rokkband ever?

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Erm nú verð ég nú eiginlega að verja harðkjarnann.. “tölurnar tala sínu máli”: Hvaða tölur?? Ertu að meina þessa lista? Það er nú ekki mikið fjallað um Slayer eða þungarokk í Q þannig að ég efast um að margir hevvímetalistar hafi kosið í þessarri könnun.

Re: Trailera hjálp !

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú þarft Quicktime plugin eða spilara, prófaðu að fara <a href="http://www.apple.com/quicktime/“>hingað</a> og ná í það.<br><br>—————————— - <a href=”http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Allt er vænt sem vel er grænt (duh)

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég reyndar féll fyrir Pinkerton strax við fyrstu hlustun ;-).

Re: Án tónlistar væri lífið mistök

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Frábær grein hjá þér drengur, þú ert skáld og veist ekki af því (hmm hljómar betur á ensku). Tek undir innihaldið af öllu hjarta, þó tónlist sé kannski ekki það allra mikilvægasta í lífinu þá er hún það sem ég myndi síst vilja missa af “veraldlegu gæðunum”.

Re: Limp Bizkit - Góð hljómsveit

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hömm. Ég er bæði sammála og ósammála. Tökum fyrst það sem ég er sammála um: Significant other er góður. Ég vil meiraðsegja ganga svo langt að segja að sumir textarnir hafi meiraðsegja verið góðir (þó það séu undantekningar, eins og Show me what you got (sem mér fannst MUN flottara sem Kambodia á Family Values '98 disknum)). Þeir endurspegla margir það að Fred Durst var nýbúinn að dömpa gellunni sinni, heldur verra í seinni tíð þegar allir textarnir eru farnir að endurspegla hvað allir hati...

Korn og Adidas

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Jamm Hr. Tannbursti ég get upplýst þig um það að það er nokkuð vit í þessu hjá þér. Málið er að þegar Korn voru að byrja þá var Jonathan Davis söngvari alltaf í Adidas galla á sviði. Síðan þegar þeir fóru að fá einhverja athygli þá fór Adidas-fyrirtækið að taka eftir þessu og bauðst til að styrkja þá með því að redda Jonathan svona custom-made göllum og ábyggilega eitthvað fleira. Síðan einhvurntíman áður en þeir gáfu út Follow the leader þá fannst þeim Adidas ekki vera að standa sig í...

Re: Hvað er með KoRn og *N´sync

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eða átfittið sem hann klæddist í I want to break free. Gæti trúað að þú yrðir nokkuð getnaðarlegur í því ;-).<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: U2 sorp og spjöld rokksögunnar

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
“Hversu margar hljómsveitir eru með óbreytta mannaskipan eftir 23 ára starf?” Mér finnst þetta mjög áhugaverður punktur.. ég man ekki eftir neinni annarri þannig hljómsveit í augnablikinu. Nokkuð vel af sér vikið. “Svo hafa þeir aldrei rústað hótelherbergi eða migið í hótellobbý til að komast í hverjir voru hvar.” Ekki einusinni kastað jógúrt í flugfreyjur eins og einn ónefndur REM gítarleikari? ;-) Ég var búinn að gleyma því að Sykurmolarnir hituðu einu sinni upp fyrir þá.. svalt.

Re: Hvað er með KoRn og *N´sync

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ertu að tala um fatalínuna sem Head og gaurinn úr Orgy eru byrjaðir með???<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Hvað er með KoRn, *N´sync og P5000

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Hehe ég held að ég hefði orðið mun geðheilli einstaklingur ef ég hefði haft Rob Zombie actionkalla til að leika mér með þegar ég var yngri.<br><br>—————————— - <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)

Re: Allt er vænt sem vel er grænt (duh)

í Rokk fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Jamm ég var búinn að heyra um þetta í Kerrang, ekkert nema gott um það að segja. Þetta er allavega skemmtilegasti diskur sem ég hef verslað á árinu (sem segir kannski ekkert svo mikið, hef ekki keypt það marga). Ég er búinn að hlusta á hann nokkrum sinnum í dag (ekki lengi gert!) og hann fer allavega alltaf batnandi hingað til. Ég myndi skella á hann KKKK og 4/7 úr K-i. p.s. Já ég gleymdi að minnast á myndbandið.. það er alveg satt hjá þér, það er frábært! Súmókapparnir eru ekkert smá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok