Flugfélagið Air Canada er fyrsta flugfélagið í heiminum til þess að gefa farþegum færi á að komast á Netið í flugi. Með tengingu sem samsvarar 56 Kb/s geta farþegar sótt tölvupóst eða vafrað um Netið í flugi. Enn eru nokkrir byrjunarerfiðleikar sem félagið þarf að glíma við, svo sem að hraðinn til og frá jörðu er stundum takmarkaður, 9,6 Kb/s í innanlandsflugi og 2,4 Kb/s í millilandaflugi. Félagið ætlar ekki að taka gjald af þessari þjónustu því hún er enn á reynslustigi. Air Canada hefur...