ég samhryggist þér svo innilega og ég veit alveg hvernig þér líður, kötturinn minn er besti vinur minn og ég veit ekki hvað ég myndi gera ef hann myndi deyja. En það eina sem að þú getur gert er að syrgja og með tímanum mun þetta batna eitthvað, kannski aldrei alveg en einhverntíman mun þér fara að líða betur. Þú ert hugrökk fyrir að fara með og halda á henni þegar hun var svæfð, það geta ekki margir. Vertu sterk og gangi þér í haginn.