Fyrir nokkru ákváðum ég og kærastinn minn að bæta einum meðlimi við fjölskylduna, hamstri. Við fórum og fengum okkur rosalega loðinn hamstur, í stíl við köttinn því hann er norskur skógarköttur og því rosalega loðinn. Litla krílið var svo hræddur á leiðinni heim og grét svooo sárt. En þegar hann hafði vanist okkur var hann svo rólegur og góður…. eiginlega of rólegur. Hann hljóp aldrei frá okkur og stökk ekki úr höndunum á okkur. En við elskuðum Mikka okkar svo mikið, við dekruðum hann og um...