Ég fór á myndina í gær og ákvað að horfa á hana eins og ég allar aðrar kvikmyndir, reyndi að pæla ekkert í því hvernig bækurnar eru og þá fannst mér myndin bara vera ágætis skekmmtun og á köflum mjög spennandi, hataði Umbridge út af lífinu, langaði að hlæja mig máttlausa yfir því þegar hún er að yfirheyra Snape, elskaði þegar Fred og George fara, fannst sorglegt þegar Sirius dó en svolítið asnalegt, flott slagsmálaatriðin og atriðin með VD. Luna Lovegood tókst vel upp hjá leikonunni....