Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Er kötturinn minn geðveikur eða er þetta normalt? (36 álit)

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hæ Hugarar! Þannig er mál með vexti að í byrjun Janúar fékk ég mér lítinn kisustrák. Hann byrjaði á að vera rosalega rellinn og svo eftir svona eins og mánuð byrjaði hann að verða árásagjarn. Eg taldi þetta vera eðlilega kettlingahegðun þarsem ég hef átt amk. 10 ketti yfir ævina og allir hafa haft gaman af að leika sér og ráðast soldið á puttana á manni og svona. Hinsvegar er þessi soldið öðruvísi. Hann á til að ráðast á fæturna á manni á morgnana þegar maður er nýkominn framúr rúminu og...

Hvað er eiginlega að fólki! (18 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Halló. Ég hef aldrei skrifað grein inná þessu áhugamáli fyrr því ég á engin börn sjálf en mér er eiginlega nóg boðið. Þannig er mál með vexti að ég var að vinna á vídeóleigu hér í bæ og mér sýnist á öllu að fólki sé nákvæmlega sama hvað börnin þeirra eru að horfa á. Ég veit ekki hvað oft ég hringdi í foreldra kannski 9-10 ára barna sem komu inn og vildu taka spólur sem voru bannaðar innan sextán ára. Og ég er ekkert að tala um eitthvað léttmeti heldur eitthvað sem ég myndi ekki þora að horfa...

Hjálp! Eintóm vandræði! (23 álit)

í Kettir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Jæja, það eru líklega flestir á þessu áhugamáli búnir að lesa greinina mína um kettlingana sem fæddust þarsíðasta föstudag. Jæja, þannig er mál með vexti að læðuskömmin er búin að eigna sér uppáhaldskettling og svo er einn sem er í minnstu uppáhaldi hjá henni. Hann er orðinn svo mjór og væskilslegur að hann heldur varla höfði og það sést í rifbeinin á honum og það eru svona skinnfellingar við loppurnar á honum. Mér sýnist hann vera kominn með vannæringu á háu stigi! Ég er alltaf að reyna að...

Kettlingar (11 álit)

í Kettir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Í nótt eignaðist læðan mín kettlinga. Ég var búin að bíða með þvílíkri tilhlökkun eftir þessu en þetta varð eiginlega meira eins og martröð. Sá fyrsti sem hún gaut var frískur og fínn og fann strax spena og svona. En númer 2 var ekki svo heppinn. Hann dó í fæðingunni. Númer 3 lifði af en númer 4 dó líka…hann var svo rosalega lítill, bara eins og helmingur á við hina kettina og þegar hún reyndi að bíta naflastrenginn sundur. kom bara gat á magann á honum. En hann var sem betur fer dáinn fyrir...

Lítil saga um fósturmömmu mína (6 álit)

í Kettir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þegar ég var níu ára eignuðumst við lítinn kettling. Ég var mikið ein heima á þessum tíma og kettlingurinn vandist mér þessvegna mest.Við skýrðum hana Gusu því það var alltaf svo mikill gusugangur í henni þegar hún var yngri. Hún vildi ekkert með aðra fjölskyldumeðlimi hafa og svaf hjá mér allar nætur þangaðtil mamma bannaði mér að hafa hana hjá mér og fór að hafa hana inná baði á nóttunni. Ef við vorum að horfa á sjónvarpið eða lesa eða eitthvað lá hún alltaf í kjöltunni á mér. Hún átti...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok