Sælir hugarar. Ég hef verið að fá eitthvað af pósti uppá síðkastið þar sem notendur eru að biðja mig um að eyða þráðum sínum sem þeir gerðu í ástarsorg/reiði o.s.frv. Héðan í frá vil ég biðja notendur um að gæta sín, gæta þess hvað þeir segja og um hvern. Mér finnst ekki gaman að eyða þráðum sem að margir hafa svarað o.s.frv. Vera bara ekki að gera þráð þegar þeir eru reiðir eða sárir. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, ég hef verið rosalega líbó á þetta og eytt því sem ég hef verið beðin um...