Það var í október árið 2004 sem ég fór á mitt fyrsta fyllerí með vinkonu minni í partí heima hjá vinkonu hennar. Ég var búin að kaupa mér 6 brísera, sem voru mikil mistök þar sem ég er algjör hæna og duga til þess að koma mér á rassgatið! Allavega ég man bara að ég var að drekka geðveikt góðan bríser, gat ekki hætt, svo stóð ég upp þá datt ég strax aftur niður. Fékk mér meira að drekka, fór að hlaupa á tánum í snjónum, lá á gólfinu öskrandi á vinkonu mína að ég væri standandi.. Svo fór ég...