Valur – FH Laugardalshöll, föstudaginn 17. febrúar 2006. Ég fór á Val – FH í höllinni áðan og tók þá ákvörðun að skrifa aðeins um leikinn. Baldvin Þorsteinsson skoraði fyrstu 2 mörkin í leiknum og fyrstu 3 mörk Vals. Valsarar byrjuðu semsé á því að komast 3 – 1 yfir, en þá hættu Valsarar að skora í smá tíma og FH jafnaði 3 – 3. Í lok seinni hálfleiks fékk Bavou lappirnar á Kristjáni Karlssyni í hausinn á sér og varð því að fara útaf og var ég þá nokkuð hræddur um að hann myndi ekki spila...