Fred Dretske er prófessor emerítus við Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Hans helstu verk eru um hugspeki, eða heimspeki sálarinnar, og þekkingarfræði. Bókin sem ég las eftir hann var Explaining behavior: Reasons in a world of causes, þar sem hann fjallar um orsakir og ástæður hegðunar.
Wilhelm Wundt og félagar hans. Upphaf sálfræði sem vísindagreinar er yfirleitt talið vera þegar Wundt setti á stofn fyrstu tilraunastofuna í sálfræði. Wundt fékkst við svokallaða sáleðlisfræði (psychophysics), sem er nokkurs konar sálfræði skynjunar. Vilji menn kynna sér meira um sögu sálfræði bendi ég á: http://www.ship.edu/%7Ecgboeree/historyofpsych.html
Á vitundin heima í heilakönglinum? Gæti hún almennt verið einhvers staðar? Um einhyggju og tvíhyggju má lesa á Vísindavefnum: ttp://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=507
Vísindamenn hafa nú þróað aðferð til að vekja hunda upp frá dauðum. Hundarnir eru án súrefnis, hjartsláttar eða heilastarfsemi í nokkrar klukkustundir. Sjá hér: http://www.news.com.au/story/0,10117,15739502-13762,00.html
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..