Eins og flestir tóku eftir, þá varð töf á útgáfu Steam 2.0 og Counter-strike Beta 1.6, en það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Allir voru svo æstir í að prufa þessa betu að enginn(nema ég ;) pældi eitthvað í hlutunum. Um leið og ég sá á #Counter-strike.is að hægt væri að downloada Stream 2.0, þá var það fyrsta sem ég gerði að fara á www.Fileplanet.com, en ekkert var þar að finna um þessa blessuðu betu, þá fór ég að hafa áhyggjur. Ég heimsótti www.Counter-Strike.net, en þegar ekkert var þar...