Fórnarlamb Hún horfði á landslagið þjóta framhjá. Þetta týpíska, íslenska hraun sem lá milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar. Hún renndi augunum yfir á hraðamælinn sem sýndi 130 kílómetra á klukkustund og ósjálfrátt kreppti hún hnefana eins og hún héldi sér í ósýnilegt reipi sem myndi bjarga lífi hennar ef illa færi. Henni var alls ekki vel við að keyra svona hratt. ,,Gott, nú hægir hann á sér,” hugsaði hún með sér þegar hann dró úr hraðanum. ,,Skyldi hann hafa tekið eftir því að mér leið ekki...