Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vinsæl hundanöfn

í Hundar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nöfn á kisum sem ég hef átt: Gulli, Gulli Jr., Felix, Jasmín og Birta. Ég þekki hunda sem heita/hétu: Fríða, Kolur, Þyrla, Sunna, Sesar, Neon, Rex, Alex, Snoppy og Layla. Ég þekki kisur sem heita/hétu: Snotra, Perla, Snúður, Mikki, Tína, Samúel og Kleó.

Re: Setja lög um ketti ??

í Kettir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég tel að flestir ábyrgir kattareigendur hefðu ekkert á móti því að borga gjald eins og hundaeigundur gera. Ég hefði ekkert á móti því að borga fyrir Jasmín og Birtu. Það eru allt of margir flækingskettir í borginni og stór hluti af þeim eru kettir sem hent var út. Eigendur myndu e.t.v. taka meiri ábyrgð á dýrunum þeirra ef gjald væri fyrir þá. Einnig myndi það koma í veg fyrir að fólk sé að fá sér kisu án þess að geta e.t.v. séð fyrir henni.

Re: smá spurningar

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér langaði bara að vita hvort það séu flestir sem fara með dýrin sín í Garðabæ til dýralækna þar. Ég sjálf hef alltaf farið í Víðidal og þau eru æðisleg! Ég átti kött, Felix sem varð að svæfa í sumar vegna ólæknandi sjúkdóms. Hann var orðinn 3 ára og var búin að berjast við sjúkdóminn í meira en 2,5 ár. Læknarnir í Víðidal voru æðisleg, þau reyndu allt sem þau gátu til að hjálpa kisunni minni, sendu meira að segja blóð til Danmörkur, Noregs og Svíþjóðar fyrir þá að rannsaka. Á tímibili var...

Re: Krampakast???

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var að fá kettling á aðfangadag, kölluð Birta. Hún hristir fæturna þegar hún sefur. Ég hef aldrei séð þetta áður og hélt að það væri eitthvað að, hef þó átt ketti áður, á meira segja aðra kisu Jasmín. Ég hringdi meira segja í dýralæknirinn minn til að tékka hvort það væri ekki allt í lagi með Birtu :)

Re: Jólagjafirnar

í Kettir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég gaf Jasmín, kisunni minni nokkra pakka. Hún fékk þrjá bolta, körfu, þrjár mýs, nammi og flísteppi til að hafa í körfunni. Ég fékk síðan kettling á aðfangadag, svarta og hvíta læðu, hún heitir Birta. Ég gat ekki keypt neitt handa henni svo að þær urðu að deila þessu saman. Ekkert mál enda eru þær orðnar hinu bestu vinkonur :)

Re: Fullkomin jól

í Kettir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þakka þér fyrir en ég var svo heppin að fyrr í kvöld var mér boðin gullfalleg læða. Takk samt :)

Re: Fullkomin jól

í Kettir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég fékk kettling í sumar, algjöra rúsínu, ég man ekki hvort ég fékk hann hjá þér eða einhverjum öðrum, hann var bröndóttur og með hvítu í sér. Algjör dúlla. Því miður komst hann út um opin glugga (vinkona í heimsókn opnaði óvart) Við tókum ekki eftir því fyrr en ca. 30 mín eftir að hann hoppaði út, leituðum um allt eftir honum en fundum ekki. Daginn eftir var hringt í okkur og það hafði verið keyrt á hann. :(( Við vorum ekki búin að hafa kisu litlu nema í um 8 daga, ekki einu sinni búin að...

Re: Nöfn ?

í Kettir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Hæ hæ, litla læðan mín heitir Jasmín :) Fengum hana á Kattholti 5 vikna gamla, og konan þar kallaði hana Mínu því hún var svo rosalega lítil, það breytist síðan í Jasmín :)

Re: Sprautur og Sjúkdómar

í Kettir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er betra að fara með kisurnar ávallt einu sinni á ári í sprautu. Þótt að þeir séu innikettir þá getast alltaf borist veirur í þá. T.d. ef þú klappar ókunnugum ketti og síðan þínum ketti…

Re: Kisur í beisli

í Kettir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Það er mjög erfitt að venja ketti á að labba við hliðina á þér. Ég á kött sem ég fer með út að labba en ég fylgi henni bara. Ég get ekkert stjórnað því hvert við förum, ef ég toga pínulítið í átt að einhverju þá annað hvort stoppar kisan mín og leggst niður eða reynir að toga mig í aðra átt. Fylgdu frekar bara eftir kettinum, leyfðu honum að ráða. Kisan mín fer aldrei langt, annað hvort út í garð eða fyrir utan húsið.

Re: Óvænt :)

í Kettir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Vinkona mín fór á hugi.is í tölvunni minni og notaði “óvart” mitt notendanafn en hún var að tala um mig… Læðan mín er kettlingafull :) Fyrirgefðu miskilninginn…

Re: Kattaslys STOP

í Kettir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Kisan mín er 3 ára ekki 6 ára eins og kom fram að ofan, ýtti á vitlausan takka…

Re: Kattaslys STOP

í Kettir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þegar kettir eru orðnir vanir að vera í bandi, eins og eldri kötturinn minn sem er 6 ára, þá geturðu prófað að taka beislið af en í stað þess ganga hjá honum. Ég geri þetta stundum við kisuna mína, tek af henni beislið þegar ég er úti með hana. Hann fer ekki lengra en ca. 2 - 3 metra frá mér, passar að hann sé alltaf hjá ´mér, þegar ég beygi kemur hann á eftir - dálítið líkur hundi :)það er að segja hann fylgir mér :)

Re: Alvarlegt Mál!

í Kettir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég reyndi allt sem ég gat til að finna annað heimili fyrir hann. Auglýsti í DV, Mogganum, Kattholti, útvarpinu, á netinu og fór með miða í búðir en enginn vildi hann. Ég vildi alls ekki svæfa, ég reyndi að koma honum saman við hina kettina tvo en það gekk ekkert. Þar að auki var þetta ekki sami kötturinn. Þegar ég átti hann (var hjá mér) var hann ógeðslega kelinn, svaf alltaf hjá mér og kom alltaf er ég settist niður og sleikti mig í framan :) en eftir að hann kom aftur heim þá var hann allt...

Re: Þarfnast hjálpar!!

í Kettir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég er líka svo hrædd um að ef ég læt svæfa kisuna mína þá verði hin kisan mín alveg vitlaus. Þetta eru sko báðir innikettir og umgangast ekkert aðra ketti. Hin kisan varð alveg vitlaus eina helgina þegar við urðum að skilja hina kisuna eftir upp á dýraspítala (var þar heila helgi). Hin kisan mjálmaði allan tímann, vildi ekkert borða, ekki einu sinni fisk þó að það sé uppáhaldsmaturinn hennar. Kisurnar mínar tvær eru alltaf saman, ef önnur fer að borða - fer hin að borða og svo framvegis. Ég...

Re: Þarfnast hjálpar!!

í Kettir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hef prófað að nota skerm til að varna því að kisan mín klóri ekki í sárið en það skánaði ekkert. Ég á annan kött sem sleikir alltaf sárin á hinum, reynir að hjálpa honum :) Mér var sagt að það gæti verið vont að láta hinn köttinn sleikja sárin svo að ég fékk líka skerm á hann. Það var dálítið skrýtið að sjá báða kettina mína með skerm… samt dró ekkert úr sárunum…

Re: Þarfnast hjálpar!!

í Kettir fyrir 23 árum, 5 mánuðum
´það er búið að prófa allt. Kötturinn minn er inniköttur svo að það getur ekki verið neitt úti sem angrar hann. Búin að setja hann á 6 mismunandi fóður en ekkert virkar. Búið að henda öllum matarílátum úr plasti, henda öllum ullarteppum og þess háttar sem hann sefur á. Það er búið að reyna allt en enginn finnur hvað er að kisunni minni :((
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok