Ég er hérna einn líka með Mx-400 kort og það er að skila sínu hérna vel, hvort að það sé í Q3, Mohaa eða Serious Sam2. Þetta fylgdi með vélinni minni sem er 2 mánaða. Þetta er mjög góð kort, sérstaklega fyrir þá sem eru á “Budget” Ég var eimmit að mæla með að litli frændi minn fengi sér svona. :) Ég geri það aftur á móti þegar skatturinn borgar mér í Ágúst þá smelli ég mér örugglega á Gf4-Ti 4400!
Mér finnst ólíklekt að við sjáum lækkun aftur fyrr enn kannski á næsta ári. Að minnsta kosti einhverja verulega, það getur alltaf skafist eitthvað af verðinu með gengisbreytingum. Ég var einn það þeim heppnu enn þurfti að bíða viku til að fá vélina mína!!!! Bý útá landi og var tekin í bossan af Elko smá. Enn þetta er ok ég fékk hana loks og á réttu verði.
Takk fyrir svarið MadMax. Til að svara þér spuncken það eru nokkrir T.d. Amped þó að hann sé ekki það sem þú varst að minnast á. Fifa World Cup 02, er til Iss2 og það er heill hellingur á leiðinni. Best bara að kíkja í Bt og skoða þetta. Í sambandi við hitt, þá er sagt að það eigi ekki að vera hægt að nota lyklaborð eða mús enda segir Ms að X-box sé ekki Pc og þar af leiðandi á það ekki að vera hægt. Sony er aftur á móti með allt aðra strategýu. Fps leikir á joypad eru mjög fínir það tekur...
Loksins fáum við Evrópumenn að njóta snilldarinnar. Það verður gaman að sjá alla aukahlutina sem Square talaði um að bæta við leikinn, og aukadiskinn sem á koma með. :)
Heheh ég náði einni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert sérstakt álit á Elko, versla aldrei við þá, ég eyði alltof mikklum tíma í Bt aftur á móti ;)
Við hvern eru þeir að deila? Bara forvitinn, þeir hljóta að vera að tapa á því að vera að selja vélarnar á þessu verði? Verður þá bara Elko með Ps1 og Ps2??
Ég hringdi í Bt áður enn ég pantaði mér vélina mína og Halo frá Elko. Í Bt kostar hún 28.888 enn í Elko 19.990 bara smá mismunur!! Svo fyrir sama pening fæ ég Halo og X-Box og á meira að segja smá afgang. :)
Hvað þorir enginn að posta neinum scorum hérna? Það væri gaman að sjá hvað menn geta í þessu, svo maður viti hvort maður á að reyna við þetta eða ekki! Ég er með 6:30 eins og er, er að reyna að bæta mig :)
Hvað þorir enginn að posta neinum scorum hérna? Það væri gaman að sjá hvað menn geta í þessu, svo maður viti hvort maður á að reyna við þetta eða ekki!
Ég get sagt eitt um Silent Hill 2. Hann jaðrar við að vera of scary! Alvöru sagt hann fríkaði mig stundum út þegar ég sat einn í myrkrinu seint á kvöldin að spila hann, eftir að ég spilaði hann fyrst þá þurfti ég að telja mér í kjark til að spila hann áframm. Hann notar hljóð ótrúlega vel til að framkalla spennu og hræðslu :) Í sambandi við plottið þá er það ekki bein tenging, James er nýr character, enn bærinn sá sami. Ég hef samt ekki spilað 1 svo ég get ekki sagt nákvæmt um hve tengslin...
Það var ekki frænka hanns sem gerði búningin, heldur saumaði hann sjálfur. Ég verð að viðurkenna að ég eins og svo margir/mörg ykkar fór með mikklar væntingar til myndarinnar og ég verð að segja að hún fór framm úr mínum björtustu vonum! 10 af 10 stjörnum hjá mér, ég er samt ekki hlutdrægur búin að lesa Spidey síðan gömlu íslensku blöðin voru í umferð og síðan erlendu síðan ´93.
Ég á svona 2 kafla eftir af “The Return Of The King” Ég byrjaði á að kaupa mér Hobbitan plús Lotr bækurnar 3, og ég er búin að vera að háma þetta í mig, las fyrstu áður enn ég sá myndina og búin að vera lesa síðan með smá töfum. Fyrri partur af bók 3 er ótrúlegur og maður er svo spenntur að lesa að maður getur ekki hætt. Ég get viðurkennt að Tolkinen getur verið dálítið erfið lesning enn það er bara fyrst á meðan maður er að byrja svo smellur þetta allt saman. Er að fara að kaupa mér...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..