Hmm intresting. Gat ekki sagst hafa séð þá á sýnum tíma. Enn þegar ég fékk premium vélina mína áttu þeir ekki einu sinni nema 2 leiki og það var ekki eins og að segja það að finna þá ;)
Get ekki sagt það. Hún auðvitað eykur aðeins hávaðann þegar hún er að byrja að snúa drifinu. Enn þetta eru engin hljóð sem ættu ekki að heyrast þarna hjá mér. Gæti verið að drifið þitt sé skemmt. Alltaf möguleiki fyrir hendi.
Í guðanna bænum ekki gera það! Var tæpur á því þangað til að ég fattaði að þetta er ekki almennilegt HD tæki. T.d er upplausnin á tækinu 852x480 sem er ekki nógu gott. Til að njóta Xbox 360 myndarinnar og fá þessa “HD Upplifun” er möst að tæki sé með grunn upplausn um 1280x720 eða hærra. Vegna þess að vélin er að senda út myndina í því, og uppscalar í 1080i eftir þörfum. Tækið mitt er t.d með 1366x768 svo að það fer létt með 720p og getur uppscalað í 1080i. Plasmi góður plasmi er margfallt...
Núvernadi fifa er sori og gagnrýnendur eru samála um það. Enda er þetta dief útgáfa af leiknum. Sem var flýtt til að vera til þegar vélin fór í sölu. Ef að fólk er Fifa lið, bíða eftir Fifa 07 eða Fifa World Cup sem ætti að koma rét áður enn að HM byrjar.
Verðið er umdeilanlegt. Enn við hérna á Íslandi megum teljast heppnir að sjá vélar hérna. Svo grípa tækifærið á meðan það gefst. Ekki gleyma ps2 og xbox voru langt frá því að vera ódýrar þegar þær komu út. Og að dollarinn er búin taka miklar sveiflur síðan 2000. Pressure er með góða punkta í hinum þræðinum sínum. Enn ef þú villt bíða þangað til að xbox 360 verði á verði sem t.d ps2 er núna. Bíddu 4 ár :)
Samála, endilega að fá fleiri íslendinga til að spila. Í sambandi við HD hef ekki heyrt um neina í evrópu :( Er búin að skoða síður eins og play.com og Amazon.co.uk og þar er bara talað um að þeir eru ekki til. Svo ef að menn geta nælt sér í premium pakka þá mæli ég með því. Eitt aukalega ég sá Amped3 í Elko í dag. Einn af launch leikjunum sem voru ekki til hérna þegar vélin kom. Er að vona að fá þann í jólapakkann. Annars fæ ég mér hann á milli jóla og ný árs.
Þeir eru það. Upprunalega borgaði ég 44.900 fyrir vélina enn þeir lækkuðu hana daginn eftir. Ég fór þangað og fékk endurgreitt. Enn eftir það hækkuðu þeir verðið og dansa í kringum það að Bt á ekki vélar. Jafnvel leikjaverðið hjá þeim er búið að hækka. Elko er búið að tapa áliti hjá mér :( Fannst þér vera lélegir í Xbox og eru ekki að gera neitt spes með Xbox 360 so far. Ég var að skoða uppstillinguna ef þú villt kalla það og maður varla verður var við að þeir eru að selja leiki ofl.
Bt er að okra á Classic línunni. Þetta er að kosta 20 pund í Uk og 20 dollara í usa. Og 4k er bara okur. Sumir eru ódýrari þó. Enn það á að vera sama verðið á öllum classic leikjunum. Þess vegna reyni ég að panta alla classic að utan. Ætla eimmit að frá mér Ninja Gaiden Black að utan eftir áramótin :) Gangi þér vel Danniv Bumbuliuz
Ég hefði verslað allt mitt frá Elko ef þeir hefðu druslast til að vera með eitthvað til fyrir utan vélina. Jafnvel í dag þegar ég var þarna voru fáir leikir og þeir eru að hækka verðið sitt upp, sem er bara lélegt af þeim.
heppinn þú. Flestar búðirnar voru ekki skemmtilegar við flesta sem áttu pre-orders. Samt gott að sjá að þeir voru með HD handa fólki. Annað enn hérna fyrir greyjin sem fengu Core og engin HD fáanlegur.
Ég verslaði vélina í Elko og restina í Bt. Pressuare, hvernig stendur á að þú ert að fá HD með Core vél???? Það stemmir ekki alveg. Það voru 2 pakkase seldir af flestum búðunum. Core og Premium. Sá ekki einustu auglýsingu þar sem maður gat fengið Core vél og HD. Enn ef svo er, heppinn þú :)
Þetta er minn kostnaður og ég kvarta ekki undan honum; Xbox 360 Premium 38.990 Need For speed - Most Wanted 4.995 Perfect Dark 5.799 Kameo 5.799 Condemed 5.999 Project Gotham Racing 3 5.799 Plug And Charge 2.799 Samtals 70.180 Á King Kong og auka wireless fjarstýringu, enn það var gjöf svo ég tel það ekki með. Eitt sem virðist vanta hjá þér. Þú minnist ekkert á minnikort eða harðan disk. HD á að kosta 100$ og minniskortið 40$ svo þú verður að gera ráð fyrir 2500-6000+ ofan á verðið sem þú...
Samt þú hefur verið neyddur eins og margir kanar til að kaupa bundle til að fá vél :( Og samt engin Harður diskur. Skal samt vera samála með að verðið hérna á leikjum og aukahlutum er brenglað.
Þú verður að afsaka enn það er bull að segja að engin leikur sé next-gen. Condemed er hannaður fyrir 360, líka Pgr3. Kameo og Perfect Dark eru kannsku upprunalega startaðir sem leikir á aðrar vélar enn eru meirháttar flottir á 360 sérstaklega Kameo. Quake 4, Call of duty2 er bara pc port. Og gun og Tony hawk eru bara móðgun við 360 vélbúnaðinn.
Mitt er Bumbuliuz. Var eimmit að taka smá rispu í Pgr3 eftir að ég kláraði Perfect Dark í gær. Hef samt lítið spilað á netinu. Hlakkar til að spila við íslendinga ;)
Fattaðirðu að þetta var ekki next-gen leikur? Æji sorry ekki sanngjarnt að segja. Ég var að vona að enginn fengi sér Tony Hawks og Gun. Þetta eru bara léleg old-gen port. Með aðeins hærri texture's. Minnsta kosti var lagt meira í King Kong þó að hann sé líka multiplatform útgáfa. Jafnvel nfs fékk góða andlitslyftingu. Enn óháð því, hvernig spilast leikurinn? Er gott plott? Eitthvað varið í gameplayið?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..