A: Abats: Innmatur eins og heili, nýru, lifur, bris og tunga. A la: Að hætti. A la king: Hráefni, gjarnan kjúklingar framreiddir í hvítri sósu með sveppum, rauðri papriku og stundum með grænni papriku. A la mode: Þetta er garnituraheiti sem þýðir “í tísku”, boeuf à la mode er gufusteikt nautakjöt. Al dente: Þýðir stökkt undir tönn, pasta og grjón eru gjarnan matreidd á þennan hátt. Andalouse: Garnitureheiti með papriku og tómötum. Anglaise: Þýðir að enskum hætti, einnig notað yfir hráefni...