Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Glæpur og refsing (6 álit)

í Bækur fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Hvernig er íslenska þýðingin? Ég sá að hún er til heima og var að pæla í að lesa hana, en var ekki viss um hvort ég ætti að lesa hana á íslensku, eða komast að því hvaða enska þýðing væri best, og lesa hana.

Byrjendapakki (7 álit)

í Myndlist fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Mig langar til að prufa að mála, en ég veit í raun ekki neitt um þetta. Get ég einhvers staðar keypt einskonar starter kit? Það þarf ekkert að vera sérstaklega gott, þar sem ég ber líklega ekki skynbragð á svoleiðis…

Hýsing (1 álit)

í Leikjatölvur fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Getur einhver bent mér á hýsingu fyrir harðan disk (3,5' Sata væri best) sem virkar með USB loader GX?

Að modda ps2 (4 álit)

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég er að pæla í að fá mér ps2, og langar að vita hversu mikið mál er að modda þær. Er einhver sem myndi gera það fyrir mig, eða þyrfti ég að gera það sjálfur? Bætt við 5. nóvember 2009 - 12:25 Veit enginn um neinn? Ég væri líka til ef einhver nennir að gefa mér leiðbeiningar til þess að gera þetta sjálfur. Ég sá eitthvað sem hét (að mig minnir) Independece, þar sem maður þurfti eitthvað inná minniskubbinn. Hvernig kemur maður því inná?

Batman: Arkham asylum (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Veit einhver hvort hann sé kominn til landsind á 360? Ég sá að hann var auglýstur hjá elko fyrir ps3, og hann virtist ekki vera til fyrir xboxið þegar ég kíkti þar við.

TÝNDUR PÁFAGAUKUR (0 álit)

í Fuglar fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Dísarfuglinn okkar hún Mowgli flaug út heiman frá okkur, Hæðarseli í Seljahverfi, síðastliðinn sunnudag 5. júlí. Hún er grá og gul með kamb og appelsínugular kinnar eins og flestar dísur en er auk þess gráperlótt. Ef einhver hefur séð til hennar eða hefur jafnvel bjargað henni inn, vinsamlegast hringið í síma 823-6829 eða 822-5382. Hennar er sárt saknað, fundarlaun í boði

Týndur páfagaukur (3 álit)

í Fuglar fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Dísarfuglinn okkar hún Mowgli flaug út heiman frá okkur, Hæðarseli í Seljahverfi, síðastliðinn sunnudag 5. júlí. Hún er grá og gul með kamb og appelsínugular kinnar eins og flestar dísur en er auk þess gráperlótt. Ef einhver hefur séð til hennar eða hefur jafnvel bjargað henni inn,vinsamlegast hringið í síma 823-6829 eða 822-5382. Hennar er sárt saknað, fundarlaun í boði!

BT opnun (9 álit)

í Leikjatölvur fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Veit einhver hvort einhverjir góðir 360 leikir séu á þokkalegu verði þarna?

Hljómborð (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Mig langar að kaupa mér hljómborð, en ég veit næstum ekkert um slíka gripi. Ég kann ekki á píanó, ég er aðallega að hugsa um þetta til að leika mér að, og svo líka til að getað djammað með þeim vinum mínum sem spila á píanó, án þess að þurfa að fá lánaðan bíl og drösla hljómborðum yfir hálfa reykjavík. Ég spila sem sagt á trommur. Getur einhver bent mér á eitthvað ágætt borð, sem er ekki mjög dýrt?

DNS (3 álit)

í Netið fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Ég er að reyna að finna DNS (domain name server9 töluna mína, til þess að fá stöðuga ip adressu (static IP address). Ef ég fer í run–>cmd–>ipcongif /all þá er sama talan sem ip address og DNS, sem þýðir víst að hún er falin af routernum. Ég er búinn að fara í stillingarnar fyrir routerinn og ég finn hana ekki þar Ég er með ZyXEL P-660HW-D1 router frá Vodafone og er með Windows XP. Getur einhver hjálpað? Takk fyri

Hjálp, Dísa slapp út (2 álit)

í Fuglar fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Ég bý í Hæðarseli, og rétt áðan slapp Mowgli, dísa systur minnar út. Hún er grá með gulum doppum, (minnir að það heiti cinnamon gray) Ef þið sjáið hana, eða náið henni vinsamlegagst hringið í 8220462. Takk fyrir Bætt við 2. september 2008 - 20:57 Hún er fundin!!! Við (fjölskyldan) erum öll mjög glöð. Við fengum ábendingu í dag, eftir að hafa auglýst í fréttablaðinu, og hún var komin alla leið í Klettásinn, rétt hjá Coke húsinu. Hún var upp áþaki og það tók um það bil klukkutíma að ná henni...

DS frá Ameríku (8 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ég er að pæla í að kaupamér DS lite í Ameríku. Er eitthvað vesen með hleðslutæki eða eitthvað svoleiðis?

SSBB í Evrópu...27. júní (9 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þá er a.m.k. komin dagsetning, þ.e. 27. júní fyrir Brawl. Það eru meira en þrír mánúðir á milli Evrópu og Bandaríkjanna, fyrir leikinn sem flestir bíða spenntir eftir. Galaxy kom vikur seinna (eða eitthvað álíka) Ég man að Halo 2 kom tveim dögum seinna. Nintendo of europe er alls ekki að standa sig. Þeir hafa haft nægan tíma í að þýða þetta, miðað við að þeir hafa getað uppfært síðu leiksins daglega, á sex tungumálum. Og það er ekki eins og þeir hafi ekki getað byrjað að þýða fyrr en hann...

Mario Kart (7 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Veit einhver hvenær hann kemur til Íslands? Kíkti í Ormsson í dag og hann var ekki þa

Eternal Darkness: Sanity's Requiem óskast fyrir gamecube (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ef einhver á þennan leik, endilega sendið mér einka skilaboð, hef mikinn áhuga á að spila hann var búinn að skrifa þetta undir Nintendo, en sá þennan flokk síðan:S

Eternal Darkness: Sanity's Requiem (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Er einhver sem á þennan leik til í að selja mér hann, eða veit um búð eða e-ð þar sem ég get fengið hann

Across the Universe (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Veit einhver hvenær hún kemur á klakann á dvd?

Super paper mario (2 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Fæst þessi leikur annars staðar en í ormsson? og hvað kostar hann þá?

Fríhöfnin (5 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Veit einhver hvort að hægt sé að “fjárfesta” í einu stikki af wii í fríhöfninni (sem er víst elko núna) og hvað hún kosti þa

Black Sheep (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Veit einhver hvort þessi mynd http://imdb.com/title/tt0779982/ komi til Íslans? Ég vona það innilega, því þetta lýtur út fyrir að vera frekar fyndin og skemmtileg mynd, en ég er frekar hræddur um að af því að myndin er hvorki frá Bandaríkjunum né Bretlandi (kemur frá Nýja Sjálandi) þá komi hún ekki :( Fyrir utan það, er ekki allveg örugt að Aqua Teen Hunger Force Colon komi?

Nýr í anime/manga (22 álit)

í Anime og manga fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég er að hugsa um að prufa að horfa á eitthvað og sjá hvort þetta sé eitthvað fyrir mig. Ég veit mjög lítið um þetta, en fékk fyrstu dragonball þættina lánaða frá vini. Er reyndar ekki byrjaður að horfa á þetta, en hugsa að ég geri það á eftir. Er einhverjir aðrir þættir/bækur sem eru góðar fyrir svona “byrjenda” Bætt við 2. apríl 2007 - 10:14 spurningamerki

Modern Drummer (4 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
ég var bara að spá hvort einhver sé með áskrift af modern drummer. Ef svo er, þá væri fínt að fá upplýsingar um verð þegar það er komið að dyrum og hvort það sé eitthvað vesen með að fá það á klakann

Beatnik eða Rythm Coach (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Er hægt að kaupa Beatnik eða Rythm Coach á Íslandi? Fyrir þá sem ekki vita eru þetta svona æfinga plattar, sem innihalda ýmsar timing æfingar, og mæla hvort þú heldur takti o.fl

breyta stöfum (0 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 1 mánuði
veit e-r hvernig á að gera þannig að stafirnir breytast. t.d þannig að ef ég færi á síðun sæi ég í smá stund standa blablabla og síðan breyttist það í blebleble

Spoiler úr 5.bókinni (5 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
afhverju haldiði að Percy hafi farið frá foreldrum sínum og afhverju varð sirius að deyja þetta var uppáhalds persónan mín
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok