Hef verið að hlusta á aðra útgáfu hljómsveitarinnar Sofandi, plötuna “Ugly demos”, upp á síðkastið. Þetta er stórfín plata. Sofandi ná að vera eitt af þessum fáu íslensku böndum sem ná að skapa sér sinn eigin sérstíl. Þetta sambland þeirra af angurværu síðrokki og nánast öfgakenndu letipoppi, er að svínvirka. Nógu kæruleysislega sérstætt til að blífa. Ég gæti hent fram böndum sem sveitin minnir mig á, en bandið slítur sig merkilega vel frá þeim. Rólegheitin eru ekki litlaus og...