Svipað atvik gerðist einmitt á síðasta tímabili þegar Hörður Magnússon gersamlega missti sig þegar Ryan Giggs komst í algert dauðafæri tvisvar á 2 mínútum! Seinna færið var svo bara endursýningin… En með enska eða íslenska þuli segið þið… Ég er Íslendingur og bý á Íslandi, þannig að það væri ekkert sjálfsagðara að hafa íslenska þuli. Ensku þulirnir eru bara svo miklu betri. Allt í lagi að skipta þessu bara svona, stundum íslenskir og stundum enskir.