Ég sit á ryðguðum bekk í dimmum skógi. Í hendinni er ég með blóðugan hníf og á jörðinni fyrir framan mig liggur afhausaður Geirsfugl. Í dagvitundinni öskra ég blótsyrði og skammir sem ég skil ekki sjálfur. En í undimeðvitundinni tala ég skýrt og ákveðið við sjálfan mig og næ með ótrúlegum hætti að sannfæra sjálfan mig um að ég beri ekki ábyrgð á þessum harmleik sem ég veit þó ekki að sé harmleikur fyrr en seinna í draumnum. Bakvið stærsta tréð sem er eik eins og í gömlu Hc Andersen...