Fyrsta svarið sem ég sá var að nú myndu allir segjast vera trúlausir. Þannig að maður hikar við að segja að maður sé trúlaus. Ég byrjaði að efast í fermingarfræðslunni sjálfri en trúði samt svolítið fram yfir fermingu, allavega í svolítinn tíma. Ég trúi ekki á neina sérstaka trú sem er viðurkennd sem trú, ég trúi á það góða og fleira sem er hálfsamblanda úr nokkrum trúarbrögðum. Ég er allavega ekki kristin, ég trúi ekki á Biblíuna eða guð í neinni mynd.