Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brighton
Brighton Notandi síðan fyrir 18 árum, 9 mánuðum 34 ára kvenmaður
838 stig
Áhugamál: Harry Potter, Leikhús
-Tinna

Re: I don't remember...

í Sorp fyrir 18 árum, 7 mánuðum
1. Move Along - All-American Rejects 2. It Ends Tonight - All-American Rejects 3. Vonandi lagið sem er fyrst á disknum sem ég var að reyna að skrifa, það er að segja ef hann virkar.

Re: Framhaldsskólaspurning

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Já okei, takk. En ég held ég haldi mig við bóknámið bara, finnst það skemmtilegra. ^^,

Re: Framhaldsskólaspurning

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Nei, enda sagði mamma að ég yrði að hafa lögheimilið þar sem foreldrar mínir búa ef það er hægt eða eitthvað.

Re: Skólanöldur

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þú verður bara að biðja um að fá að vera í öðrum hóp, þó að þetta séu vinkonur þínar. Ég lendi í þessu líka stundum. Var að vinna verkefni með tvem vinkonum mínum um ónefnda heimsálfu, áttum að finna grunnupplýsingar um löndin í heimsálfunni og svona. Ég bað aðra þeirra að finna fyrir mig flatarmál og íbúafjölda og forseta eins landsins og hún varð þvílíkt pirruð “Ég veit það ekkert!” … Google perhaps?! Hún myndi fara í þvílíka vörn og fýlu ef ég færi að minnast á þetta við hana. Svo þegar...

Re: Tískan??

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Oj barasta! Vá hvað ég vorkenni krakkanum, mér leið bara illa að horfa á þetta =/

Re: Oh snap

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Nei! Nei nei nei nei nei! >_< Hver gerir laginu þetta?!

Re: Náttúrufræði

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Já, eða ég held að það sé eitthvað spurt úr efni sem er í þessari bók. Ég tek ekki náttúrufræði prófið þannig að ég hef ekki kynnt mér það ;) En sem efnafræðibók er þetta mjög góð bók og ég er að læra helling á henni í tímum.

Re: Þið sem vakið lengi

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Tölvan eða sjónvarpið. Og þá mest bara á msn eða eitthvað. Sims ef enginn er á msn. Ég get gleymt mér í Sims =P

Re: Framtíðin

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Leikkona. Punktur. Ég hélt ég hefði verið svona 6 þegar ég ákvað þetta [er 16 núna] og svo talaði ég við mömmu og hún sagði að ég hefði alltaf verið svona. Þannig að það er engin spurning, leikkona.

Re: Strákur

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þá er þetta skiljanlegt. Ef hann kann ekki á þetta, þú þarft þá eiginlega bara [ef þú ert til í að byrja með honum aftur] að reyna að taka stjórnina meira og “kenna” honum þetta betur ;)

Re: Monthy Python

í Sorp fyrir 18 árum, 7 mánuðum
o neii.

Re: Samkoman---mín reynsla

í Sorp fyrir 18 árum, 7 mánuðum
xD Eh… já… staðsetningarvandamál í gangi ;D Og ég hleyp í burtu ef þú kemur nálægt mér með rafmagnsbyssu =O

Re: Samkoman---mín reynsla

í Sorp fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þú sagðir mína næstum alveg, nema mín var að kvöldi uppi á Ártúnshöfða, í strætó og á hlemm ^^, og þá fór ég úr feimni xD

Re: trúarbrögð

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Fyrsta svarið sem ég sá var að nú myndu allir segjast vera trúlausir. Þannig að maður hikar við að segja að maður sé trúlaus. Ég byrjaði að efast í fermingarfræðslunni sjálfri en trúði samt svolítið fram yfir fermingu, allavega í svolítinn tíma. Ég trúi ekki á neina sérstaka trú sem er viðurkennd sem trú, ég trúi á það góða og fleira sem er hálfsamblanda úr nokkrum trúarbrögðum. Ég er allavega ekki kristin, ég trúi ekki á Biblíuna eða guð í neinni mynd.

Re: Framhaldsskólaspurning

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ókei takk takk, þetta er einmitt það sem ég þurfti. Móðir mín er að hafa áhyggjur af því, eða frekar bara í einhverri uppreisn á móti mér, að ég komist ekki inn í FB vegna þess að ég bý á Akureyri o.s.frv.

Re: Bann!

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég myndi frekar senda vefstjóra tölvupóst.

Re: Sirkus í rugli

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Þetta er svona á Akureyri og var um páskana líka >_< frekar böggandi.

Re: Náttúrufræði

í Skóli fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég mæli með Efnisheiminum fyrir efnafræðina [ein af þeim sem aegishjalmur nefndi ekki]

Re: Dave!

í Gamanþættir fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Dave *slef* Titus eru bestu þættir sem ég hef séð, ég sakna þeirra!

Re: Skólabækur

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Búin að lesa báðar tvisvar eða þrisvar, man því miður ekki hja hverjum ég fékk þær lánaðar >_< Hvað er þetta í miðjunni? =)

Re: Einkvæni, fjölkvæni..?

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég gæti aldrei deilt ástinni minni með neinni annarri, og ég vil heldur ekkert vera með öðrum. Framhjáhald [amk án leyfis ;)] er það versta í heimi.

Re: fjarlægðarsambönd...

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það eru um 560 km í kærastann minn en við náum alveg að halda okkur á lífi. Mín skoðun er sú að ef að þetta er ást og þið ætlið á endanum einhvernvegin að búa saman, eða þá amk í sama bæ, þá gengur þetta. Viljinn er allt sem þarf. Við byrjuðum saman á laugardegi og vorum saman í viku eftir það en svo fór ég heim. Svo kom hann hérna um daginn og var í 8 daga aftur en er farinn. En málið er að við vitum að við hittumst t.d. einn dag í maí og svo slatta í júní o.s.frv. Bara ef maður sparar...

Re: Strákar smá spurning?

í Rómantík fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Kærastinn minn býr annarstaðar en það sem ég elska er að á hverju kvöldi sendir hann mér sms. Ég á því miður aldrei inneign en ég fæ alltaf að hann sé að hugsa um mig eða er bara einfaldlega að segja góða nótt. En svo þegar við erum saman þá er það t.d. þegar hann sagði einu sinni þegar ég sat í rúminu og var að brasa eitthvað og hann lá fyrir aftan mig og hann togaði svona í mig og sagði “Æji heyrðu, komdu” og ég alveg, afhverju? “Af því mig vantar aðeins að knúsa þig” ^^, bara svona út í loftið.

Re: Vöggugjöf

í Tilveran fyrir 18 árum, 7 mánuðum
úú til hamingju ^^, Bangsa. Flestir eiga bangsa einhverstaðar inni hjá sér "Já, búin[n] að eiga hann síðan ég fæddist"

Re: Fréttir þann 18 april

í Sorp fyrir 18 árum, 7 mánuðum
HÚSAVÍK ER STÁLIÐ (H)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok