Gömul hugleiðing eftir mig, en var einhvernveginn viðeigandi í dag… — …og hvað á maður svosem að gera þegar manni líður illa? Lausnin er vandfundin. Ef hugarástandið er af þeim toga að það er alveg sama hvað maður gerir, allt sýnist þeim mun vonlausara, þá einfaldlega vill maður ekki gera neitt til að láta sér líða betur, og líður þar af leiðandi bara verr. Vanlíðan er eitthvað sem enginn getur fundið eitt gott húsráð við og notað það í hvert skipti sem eitthað bjátar á, þetta ástand sem...