Jú, ég var uppi á Tangarhöfða. Hins vegar ert þú að tala um nafna minn, Kristján í Momentum. Hann var á Tangarhöfðanum í einhverja mánuði. Hann æfir einmitt svona mikið, og er algjört bassatrommuskrímsli, þrátt fyrir að vera rosalega fær í mörgu öðru líka. Ég er (að ég held) frekar þekktur fyrir minn groove-trommuleik, sem ég nota líka double-bass í. Fyrir utan það er nafni minn lágvaxinn, skegglaus og stutthærður. Ég er ekkert af þessu þrennu. Hvað varðar heyrnarskjól, þá nota ég svoleiðis...