Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Höfnunartilfinning :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Grunnur að góðu sambandi er að geta talað saman, passaðu að halda rónni og vera búin að ákveða hvað þú ætlar að segja aður. Getur orðið slæmt að taka eitt gott dramakast á þetta. :) hihi Já gangi ykkur vel, já ég vona líka að þetta blessist, en mundu að hugsa fyrst og fremst um þig og hvað þú vilt. Hvað þú vilt gera við þessi ár. En vonandi sýnir gæjin skilning og þetta blessast allt saman. Endilega láttu mig vita hvernig gengur, ef þú vilt. kv. Bree

Re: Góð ráð varðandi fegrun...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Mér finnst ekki skipta neinu máli að grein sé tekin annars staðar frá , en það væri nú gaman að vita hvaðan hún er tekin. Ég meina það ef einhver finnur eitthvað sniðugt á netinu eða annarsstaðar, afhverju ekki að deila því :) p.s. Það er búið að finna upp hjólið

Re: Ungfrú Ísland 2005

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nákvæmlega, en það er líka spurning hvort það sé skemmtilegt að geta aldrei farið út úr húsi nema með lakkaðar neglur og fullkomið hár. Mér finnst nú soldið kósí stundum að skella bara hárinu í ruglað tagl og skella mér út, ég held að maður geti það ekki ef maður er fegurðardrottning :) Það er víst í reglunum. hí hí en það er gaman að þessu

Re: Höfnunartilfinning :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Jááá, ok hann elskar þig greinilega og þú hann. Það er náttúrulega engin sem getur sagt þér hvað þú átt að gera. Þið tvö ein vitið hvað sambandið hefur að gefa og hvernig það er. Besta vinkona þín veit það ekki. Engin nema þið tvö vitið hversu sterkt band það er sem sameinar ykkur. En já þú ert ung og þetta eru frábær ár, veltu því fyrir þér í hvað þú viljir eyða tímanum. Hvort sambandið sé það frábært að þú getir ekki hugsað þér neitt annað. Ertu viss um að hann sé sá eini rétti? Þessi ár...

Re: Ungfrú Ísland 2005

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hólí, vááá hvað þetta eru flott verðlaun, vissi að það væru flott verðlaun en ekki svona, vinkonur mínar sem hafa keppt hafa verið að tala um það, En váá ekki grunaði mig þetta. Hélt það væri kannski myndavél, ljósakort og líkamsræktarkort ásamt hrúgu af snyrtivörum. En ekki þetta. Já maður ætti kannski að fara aðeins oftar í ræktina og skella sér næsta ár. :)hí hí

Re: Höfnunartilfinning :S

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ja háá, ég veit ekki ég er sko aldelis hlessa. Þú ert örugglega ung stelpa og þá spyr ég þig viltu eyða þessum árum í að bíða 7 daga vikunnar eftir gaur, staðin fyrir að kíkja á aðra gæja og kannski finna einhvern sem er tilbúin að vera með þér 4-7 daga vikunar og velja þig staðinn fyrir djamm. Mér finnst svívirðilegt að hann velji frekar að fara á djammið en að eyða tíma með þér. Þú átt betra skilið en þetta. Já og hvernig tekur hann því ef þú vilt fara með honum á djammið? Vissulega þarf...

Re: Hvað er í gangi?

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Já ætli það ekki, þetta er bara mjög böggandi :), held og vona að þetta sé að líða hjá :)

Re: Hvað er í gangi?

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég vil þakka öllum sem hafa commentað :) Já það er rétt hjá ykkur að ég ætti ekkert að vera að pæla í þessum gaur, ég geri mér vel grein fyrir því. Er meira segja mjög hamingjusöm með mínum :). En afhverju er þá daðrarinn að trufla mig svona? Ég hugsa stundum til hans out of blue. Er ekki ánægð með þetta :)

Re: Góð ráð við val á augnskugga.

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Fín grein, :) Ég er með dökkbrún augu finnst einmitt stundum mjög flott að setja á augnlokið smá appelsínugult, gylt og brúnt, kemur mjög vel út . Ath verður að vera vel gert. Já svo eitt sem ég vil taka fram mér finnst ógeðslega flott þegar alveg ljóshærðar stelpur, helst hvíthærðar með hvít augnhár setja ekki upp maskara. Hugsa vel um húðina setja svo kannski bleikan kinnalit og skærbleikan gloss. Mjög töff. Nema kannski vandin er að næstum engar ljóshærðar stelpur geta slept maskaranum....

Re: Góð ráð varðandi fegrun...

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Fín grein, sniðugt þetta með sítrónubörkinn, en eitt verð ég að taka fram, það er ekki sniðugt né ráðlagt að púkka upp á gamlan maskara eða aðrar augnvörur sem eru orðnar leiðinlegar. Geta víst valdið herfilegum augnsýkingum. En margt sniðugt þarna, er þetta frá ykkur eða fenguð þið efnið annarsstaðar frá? ? Endilega koma með fleiri svona greinar. Hverjum er ekki sama um nokkrar stafsetningavillur. :)

Re: Bansettar stelpur

í Rómantík fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Áá , þetta er mjög sárt, fékk alveg sting í magan að heyra þetta. Hvað meinar pían, þoli ekki svona lið. En félagi, ég elska þig innan við 3 vikur, foreldrar ykkar búnir að hittast, slökum á. Farðu varlega í þennan pakka næst. Já láttu sem þér sé nákvæmlega sama þegar þú hittir hana. Vertu alveg á vinalegu nótunum. Hún á ekki eftir að vita hvað á hana stendur veðrið. Heilsaðu ljóta gæjanum og já just be nice. Ekki láta hana sjá að þú sért sár eða reiður!!!! Það fer alveg með hana. Treystu...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok