Um miðjan nóvember næstkomandi mun keppnin Fyndnasti maður Íslands verða haldin. Keppnin hefur legið í dvala í fjögur ár en snýr nú aftur af miklum krafti. Við erum að leita að áhugasömum hönnuði/hönnuðum til þess að leggja keppninni lið. Það sem okkur vantar er einhvern sem er til í að hanna og búa til verðlaunagrip keppninnar, sjálfa kórónu fyndnasta manns Íslands. Kórónan þarf að þola eitthvað hnjask þar sem við viljum endilega nota hana í allavega 2-3 ár. Hún mun að mestu leiti vera...