Jæja, nú skulum við sjá eitthvað annað en jazz leikara sem hertekið virðast hafa myndahornið undanfarnar vikur. Þetta er hinn miklu Townes van Zandt, fremstur bandarískra söngvaskálda (að margra mati), margir úr folk og kántrí heiminum, eins til dæmis Willie Nelson, Steve Earl og Merle Haggard, hafa játað að þessi maður hafi verið sá allra besti, eða veiti Dylan allavega mjög harða samkeppni sem mesta söngvaskáld allra tíma. Ég get varla ímyndað mér annað en að Dylan sjálfur sé á svipaðri...