Ég valdi þarna vitlaust orð í einni af rökfærslum mínum, byðst velvirðingar á því. Ég segi trúarbrögð ekki skoðanir, ég átti að sjálfsögðu við að “trú er ekki skoðun”, trúarbrögð geta vissulega verið háð skoðunum fólks. En það er ekki skoðun Gunnars í Krossinum að hommar og lesbíur séu syndarar, það er hans trú. Já þú viðurkennir að með stigum áttirðu við þróun trúarbragða, þannig að önnur kenning mín var rétt. En nú þróast ekki öll trúarbrögð eins og ekki munu þau öll þróast yfirhöfuð,...